Sigríður Kristín Óladóttir

18.3.04

Ég fékk húsið afhent í gærkvöldi og það var alveg framúrskarandi vel þrifið, frábært. Krakkarnir (Óli, Þóra og Hlynur) ætla að koma heim um helgina og hjálpa til við undirbúning vegna flutnings og byrja málningarvinnuna. Þetta er svo gaman.

Ég fékk bílinn minn úr viðgerð kl. tæplega 18 í gær. Þegar ég kom sagði viðgerðarmaðurinn grafalvarlegur: Ég hef góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að ég er búinn að gera við bílinn þinn, ég vissi þá um leið hverjar slæmu fréttirnar voru. Það var auðvitað fj... reikningurinn, en nei, honum fannst það (hár reikningur) ekki slæmar fréttir heldur voru slæmu fréttirnar þær að það var keyrt á bílinn minn kvöldið áður!!. Hafið þið vitað það betra? Bíllinn var meira segja inni á verkstæðinu, það má nú segja það að allt getur gerst. Vissulega fær maður kostnaðinn við viðgerðina bætta en hvað með allt vesenið og útréttingar í kringum svona?

Nýja eldhús mötuneytisins í Brekkubæjarskóla var tekið í notkun í dag. 18. mars var því fyrsti dagur sem nemendur í Brekkubæjarskóla fengu heitan mat og ég hljóp úr kennslustund til þess að taka upp fyrir stuttmyndina mína. Það vill til að ekki var langt að fara. Þetta gékk alveg meiriháttar vel og voru nemendur alveg til fyrirmyndar. Gurra, Peta, Auður og allir hinir sem undirbjuggu og lögðu sitt af mörkum, Hjartanlega (H viljandi gert þau skilja þetta í Brekkó) til hamingju með þennan áfanga.

Árshátiðin var alveg frábær ég hélt að ég hefði skrifað um hana en ef til vill geri ég það seinna. Hún var auðvitað tekin upp og við í list- og verkgreinateyminu komum á nýjung sem var árshátíðarval undir styrkri stjórn Hrannar Egg. Ekki meira um það núna.

Núna þarf ég að fara að klára eða halda áfram með Flash verkefnið mitt sem á að skila þann 20. mars. OOhhh ég er alltaf á síðustu stundu með allt. Núna verð ég að fara að flasha!!

Maza er bara ekki að standa sig í blogginu. Ég ætti að vera duglegri að skrifa núna þegar Helga er " horfin aftur til fortíðar" sjónvarps- síma- og tölvulaus. Ég sé að þú Helga mín hefur farið á Netkaffi, gott hjá þér ;). Ó mæ god svo er ég pirruð þegar tölvan er í rugli eins og hún er búin að vera hjá mér að undanförnu. Aaatttlllliiii reddar þessu bráðum.
Vonandi fer Nína að hressast, ég vissi ekki fyrr en í gærkvöldi að hún er búin að vera með lungnabólgu.

Það er búið að vera svo mikið að gera í öllu mögulegu að undanförnu. Nei ég er ekkert svo pirruð yfir því að hafa ruglast endalaust í dansinum á árshátíðinni hjá Óla, þetta var leiðinlegt fyrir Óla en hann fyrirgefur Maza sem var í kennarapartýi til kl. 6 á laugardagmorgun eftir frábæra skemmtun hjá okkur í Brekkubæjarskóla.

7.3.04

Þá er UT 2004 ráðstefnunni lokið og var reglulega gaman að sýna sig og sjá aðra. Skólasystkini mín stóðu sig vel með sín innlegg og auðvitað kennararnir okkar þau Salvör, Sólveig, Lára og Stefán. Verst er, að það hittist alltaf þannig á að þeir fyrirlestrar eða málstofur sem maður hefur mestan áhuga á að sjá eru á sama tíma.
Við Jóhanna og Gunna fórum m.a. á fyrirlestur hjá Salvöru og Ingólfi Sig. og á málstofu hjá Hörpu Hreinsd. sem bar það skemmtilega nafn UT: Böl eða blessun, fyrirlesturinn er kominn inná heimasíðuna hennar. Við vorum líka hrifnar af því sem kallað var Tablett PC (örugglega vitlaust skrifað) sem er í raun fartölva ásamt skrifblokk. Hægt er að vista það sem maður skrifar eins og t.d. reikningsdæmi o.fl. en aðalkosturinn er hversu lítil fyrirferð er í þessu.

Það má segja að tímasetningin á Flashinu í Kópavogi hafi ekki verið neitt sérstök. Fólk var búið að fá nóg þegar við byrjuðum þar kl. 17.30, en svona er þetta það er ekki við öllu séð.

Við mæðgur skemmtum okkur vel þegar við fórum að sofa á föstudagskvöldið og ég las upphátt fyrir Þóru úr tæplega 50 ára grein úr Fylgiriti Sögusafnsins um Fegurð og snyrtingu. Það má með sanni segja að við grétum úr hlátri. þegar ég las þessa grein:
Það er þýðingarlaust að bursta hárið, gera líkamsafingar eða halda í mat við sig endrum og eins, hversu rösklega sem þér gangið að verki. Dagleg, reglubundin fegrun og snyrting er eina leiðin til þess að ná varanlegum árangri.

Þóra sagði þá já og stundi.

Svo las ég áfram og Þóra hélt að ég væri bara að svara henni.
Þér megið ekki stynja og segja: Já, en ég hef engan tíma!! Þetta var alveg meiri háttar skemmtun.

Jóhanna lánaði mér þessa innbundnu bók sem byrjar á Rauðu Akurliljunni sem var prentuð 1921 og endar á Fegurð og Snyrting.

Ég fór svo í afmælisveisluna hans Hlyns og borðaði þar þessar líku fínu tertur sem Óli bakaði.

5.3.04

Nei ég held að ég gefi ekki út neina bók krakkar, en það er aldrei að vita. Veðrið er frábært núna. logn og blíða.

Í dag hefst UT ráðstefnan 2004 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á UT2004 verður áhersla lögð á mannlegu hlið upplýsingatækninnar með því að skoða á hvaða hátt tæknin getur auðveldað kennurum að mæta kröfum nútímans. Fjallað verður um kennslufræði, siðferði, námsumhverfi, virkni nemenda og notkun upplýsingatækni í verklegri kennslu.

Ég ætla að sækja Hlyn á eftir og bruna svo í bæinn. Eftir ráðstefnuna í dag fer ég á námskeiðið í Flash í Tölvuskóla Kópavogs, við ætlum að vera þar fram eftir kvöldi. Þetta er í tenglsum við námið hjá mér, en ég er í 30 eininga framhandsnámi á Tölvu- og upplysingatæknibraut í KHÍ. Ég ætla því að gista hjá Þóru í nótt af því að ráðstefnan byrjar aftur kl. 9 í fyrramálið.

3.3.04

Já hún heyrir, en misvel og hún er með einhverja púka í eyrunum sem vilja alls ekki fara í burtu. Þetta eru örugglega tvíburabræður Karíusar og Baktusar, hvað ætli þeir heiti, kanski Sveppíus og Sýkíus? Maturinn er alveg að vera til tilbúinn og ég er ekki enn búinn að skrifa það sem ég ætlaði að skrifa. (ekki ? í þetta sinn)

Ég ætlaði eiginlega að segja ykkur aðeins frá náminu. Jóhanna kom uppá Skaga í gær og við skoðuðum Flashið saman og unnum svolítðið í lokaverkefninu okkar í Mediator. Maturinn er tilbúinn verð að hætta núna.

Ég er stundum að velta fyrir mér hvort maður ætti ekki að vera duglegri að skrifa hérna í bloggið og muna þá líka efir að vista það. Hefði ég t.d. skrifað dagbók fyrir x mörgum tugum ára, þá gæti ég flett upp í henni og rifjað upp einhver skeið í lífshlaupinu. Það er nefnilega dálítið leiðinlegt að að vera búin að týna mörgum árum eða köflum úr lífinu. Systa vinkona sagði við mig um daginn að lífið væri kaflaskipt hjá okkur, það skiptast á góðir og slæmir kaflar, kanski er nokkuð til í því.


Helga var að skrifa í bloggið sitt 1. mars og rifja upp hvað hún var að gera þegar Hynur Björn sonur Óla fæddist.
Helga, ég var ennþá sofandi og á gjörgæslu þegar Hlynur fæddist. ég fletti upp í dagbókinni sem þú skrifaðir og sá að þú skrifaðir m.a. þennan dag, 1.mars 1999: Ég fór aftur til hennar eftir að ég var buin að vinna til að segja henni gleðitíðindi - Óli bróðir orðinn pabbi - Já lítill strákur Ólason 52 cm og 13 1/2 mörk fæddist um kl. 13 í dag. Og viti menn kom ekki þetta mikla bros og tár runnu niður kinnar. Þá fengum við staðfestingu á því að hún heyrir, en það er spurning hvort hún man.....

Ég var óvart búin að henda honum út þessum kafla sem ég var að tala um, en læt þetta standa.

?g ?tla a? l?ta ?ennan kafla (fyrir ne?an) standa, ?etta er d?mi um hremmingar sem sumir lenda ? ?egar ?eir eru a? blogga Helga m?n. ?a? er nefnilega ?annig a? ef ma?ur er lengi a? skrifa, ?n ?ess a? post & publisha ?g veit ekki n?kv?mlega hversu lengi, hva? segi? ?i?, veit ?etta einhver?

1.3.04

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag........

Til hamingju með afmælið Hlynur minn.