Sigríður Kristín Óladóttir

24.7.07

Úr sjénsaröðinni í endurgreiðsluröðina.

Hvað haldið þið að það hafi margir bílar úr okkar röð komist með.......... 10 eða fleiri?

Ég ætla nú ekki að láta ykkur bíða í óvissu, en rétta svarið er 1. Já ótrúlegt, en einn pínulítlill f....ans bíll. Okkur leist nú ekki á blikuna, en við vorum föst inní miðri röð og bílaraðir beggja vegna við okkur. Svo kom starfsmaður og gékk á sjénsaröðina til að athuga hverjir vildu freista þess að bíða lengur. Við ákváðum auðvitað eins og fleiri að drífa okkur af stað og aka til Hanstholm. Næst var að fara í röð til þess að fá endurgreiddar 555 krónurnar sem við vorum búin að borga. Þetta tók tímann sinn og ég var svo sannarlega farin að svitna á tvöföldum hraða vegna hitans úti og inni í endurgreiðsluröðinni. Þið haldið kanski að eitthvað annað hafi verið á ferðinni, en sei sei nei nei nei. Ég var ekkert stressuð!!!!

Við gátum lagt af stað frá Sjálands Odda klukkan tæplega 13. Sem betur fer smurðum við nesti um morguninn af því að við vildum nýta brauðið og osta sem við áttum. Við vorum með tvær gerðir af samlokum, sem sagt með goudaosti og camenbertosti.

Við höfðum 6 tíma til þess að að keyra til Hanstholm. Við stilltum GPS tækið okkar þegar við lögðum af stað og áætlaður komutími var 18:11. Þá fyrst byrjuðum við að verða stressuð, eins og umferðin er stundum á annatímum hér, ó mæ god. Vegakerfið hér ræður ekkert við bílafjöldann á anntímum.

Það var því brunað af stað og aksturinn var á köflum ævintýralegur. Ég get lofað ykkur því að Þórður ók alls staðar yfir hámarkshraða. Ég sagði við hann eitt sinn þegar við vorum ekki á hraðbrautum þú ert á 110, það er allt of mikið Þórður!!

Hann gat ekki sagt eins og hann segir stundum “Ég fylgi bara umferðinni” Hann sagði því: “Sigga, þegar ýtt er á mann verður maður að gefa í”. Hann þóttist sjá í hliðarspegli að einhver bíll væri að nálgast okkur, ég sá þann bíl aldrei!!!!

Bílinn er svo troðinn af farangri að eina vonin til að að sjá eitthvað fyrir aftan bílinn er í hliðarspeglunum.

Umferðin var mjög mikill þennan dag og víða voru tafir sem að hluta til var hægt að vinna upp með allt of hröðum akstri. Við ákváðum að stoppa ekkert á leiðinni fyrir utan eitt pissustopp sem tók 9 mínútur.

Við borðuðum ostasamlokurnar á a.m.k. 100 kílómetra hraða í orðsins fyllstu merkingu. Við komum til Hanstholm kl. 18:50. Mikið vorum við fegin og þetta mátti ekki tæpara standa, samt vorum við svo snemma íþví.

23.7.07

Til hamingju með daginn Alex!!!!

Hann á afmæli í dag......

Alex, uppáhalds-tengdasonur minn á afmæli í dag. Hjartanlegar hamingjuóskir með daginn Alex minn. Bestu kveðjur frá okkur Þórði sem nú eru stödd í Færeyjum.

Danmerkuævintýrið okkar á enda er

Þá erum við lögð af stað heim. Á miðvikudagskvöldið fórum við á Bakkann í logni og blíðu. Það var gaman að koma þar einu sinni að kvöldi til, auk þess var línudans á Madam Blaa frá klukkan 19:00 til miðnættis. Óli senior var svo í heimsókn á fimmtudagskvöldið og áttum við skemmtilegt kvöld saman. Við sáum m.a. að hann hefur erft leikarahæfileika pabba síns, ekki orð um það meir. Eins og sumir vita þá var Hlöbbi stundum kallaður leikarinn í gamla daga.

Seinasta kvöldið okkar notuðum við svo í að fara í Tívolí í yndislegu veðri. Við vorum frekar þreytt eftir að pakka, raða í bílinn og þrífa og ákváðum að fá okkur að borða á veitingastaðnum Perlan. Það voru mistök þar sem svo mikið var að gera að þjónustan var afar léleg og maturinn svo til kaldur, en við létum okkur hafa það.

Við lögðum af stað frá K.höfn á laugardagsmorguninn klukkan 9:40. Óli var búin að segja okkur að vera tímalega á ferðinni þar sem mikil umferð yrði þessa helgi.

Við ákváðum að koma aðeins við á Sjálands Odda þó svo að það væri alls ekki í leiðinni. Málið var að við ætluðum að taka ferju yfir til Ebeltoft til þess að stytta keyrsluna. Klukkan 11:15 komum við á Oddann og þegar kom að okkur í miðasölunni vorum við spurð hvort við ættum pantað. Ha ... pantað sagði ég eins og fávís kona úr dreifbýlinu en svaraði svo sannleikanum samkvæmt. Nei við eigum ekki pantað.

En við keyptum miða þrátt fyrir að allt væri fullbókað allan daginn. Stúlkan fullvissaði okkur nefnilega um að við mundum örugglega fá far, við skyldum bara taka sjénsinn. Við ákváðum að freista þess og fórum í sjénsaröðina. Þegar þangað var komið sáum við að 15 – 20 bílar voru á undan okkur. Auðvitað áttum við að panta far eins og flestallir hinir, en það vissum við ekki og vorum auk þess búin að vera án nettengingar í nokkra daga. Léleg afsökun ekki satt!!!

Við pöntuðum ekki þegar við komum til Danmerkur í fyrra og sigldum frá Ebeltoft á sunnudegi en það gerðum við aftur á móti þegar við fórum til Ærö, en þá hefðum við ekki þurft þess. Hvernig á maður að vita hvenær á að panta og hvenær ekki?

Ferjan gengur á klukkutíma fresti, alltaf á heila tímanum. Við biðum spennt eftir næstu ferju og vonuðumst til að komast með henni eða þeirri næstu yfir. Siglingin yfir tekur 45 mínútur og svo er um 3ja tíma akstur frá Ebeltoft til Hanstholm, en þar áttum við að mæta klukkan 19.00 til að komast með Norrænu heim. Rétt fyrir klukkan 12 kom ferjan og við biðum spennt eftir að sjá hve margir bílar úr skemmtilegu röðinni okkar kæmust með. Vegna þess hversu troðið var í skipið fór það ekki fyrr en klukkan 12:15. Framhald á morgun.

19.7.07

Erum ad ljuka fragangi a ibudinni

16.7.07

Frabærir lokadagar her

Vid erum aldeilis buin ad vera duglega sidustu daga. Laugardeginum eyddum vid ad mestu i Fredensborgarhøll. Thad var alveg frabærlega gaman ad skoda høllina og gardinn. Vid forum lika i kirkjuna thar sem litla prinsessan hun Isabella Henrietta Ingrid Margaretha var skird. Vedrid lek vid okkur og vid endudum daginn a ad fa okkur raudsprettu a Skipperhuset og snæddum hana a bryggjunni, gaman gaman. I gær afrekudum vid ad labba upp i Vor Frue kirkju, hvorki meira ne minna en 400 tøppur er upp i topp sem er i 90 metra hæd. Eg for alla leid en Thordur næstum thvi alla leid!!!!!
Vid forum svo i Christianiu og vorum thar i nokkra tima, lentum m.a. a rokktonleikum med hljomsveitinni Kaptajn Nemo. Thetta var ovænt skemmtun og mjøg gaman. Vid lærdum lika allt um hassreykingar thar sem folkid sem sat vid sama bord og vid var idid vid ad vefja ser hassrettur.
Svo løbbudum vid i bæinn og lentum a mjøg skemmtilegum jasstonleikum a Amagertorginu. Thannig ad dagurinn i gær var ædislegur fyrir utan thessi 2 bit sem eg fekk, en thad er nu bara af thvi ad eg er svo gomsæt!! Vid vorum lika a jasstonleikum a føstudaginn bædi a Grabrædratorgi og i Nyhøfninni, ædislegt.

Thvi midur erum vid ekki lengur i Netsambandi heima svo vid notum Internetkaffi nuna. Thad er um 30 stiga hiti uti nuna og sol :)
Bestu kvedur.

13.7.07

Til hamingju með 1 árs afmælið elsku Balthasar


Hann á afmæli í dag hann Balthasar. Hjartanlegar hamingjuóskir sendum við honum og fjölskyldu hans í tilefni dagsins. Við komum í afmæliskaffið þegar við komum heim eftir rúmar 2 vikur. Munið að frysta sneið af afmælistertunni fyrir okkur.
Posted by Picasa

12.7.07

Seinustu dagarnir í Danaveldi

Nú styttist óðum í að við leggjum af stað heim. Mikið hefur þetta ár verið fljótt að líða. Það hefur verið alveg meiriháttar upplifun að prófa að búa í öðru landi og kynnast öðruvísi þjóð og menningu. Ég hvet alla sem tækifæri hafa til þess að gera hið sama.
Við förum héðan þann 21. júlí. Stoppum í Færeyjum í 2 sólarhringa og fyrir austan í 3 vegna ættarmóts í móðurfjölskyldu Þórðar. Það verður skemmtilegt. Þóra og Atli ætla meira að segja að koma.
Í fyrradag keyrðum við suður Sjáland og enduðum í Højerup þar löbbuðum við um við Stevns Klint. Þar eru mjög sérkennilegir klettar eða björg. Steinninn er alveg ljós og maður skilur ekki alveg hvernig mönnum hefur tekist að höggva úr bjarginu. En steinn úr þessu bjargi hefur verið notaður í margar byggingar hér í Danmörku m.a. í Thorvaldsensafnið hér í Kaupmannahöfn.
Á leiðinni þangað fórum við á fínu sandströndina við Ishøj og þar lá ég í tæpan klukkutíma í sólbaði. Svo stoppuðum við í Køge og fengum okkur smá snæðing á veitinga-og kaffistaðnum Vivaldi sem er alveg frábær.
Núna ætlum við að labba niður í bæ til að skrá okkur úr landinu og ég ætla að athuga með flott stígvél á mig og nýtísku skó eins og myndin er af. Ég var búin að finna æðisleg stígvél á laugardaginn var. Þau voru bleik með rósum og hauskúpum, kúl ekki satt. En því miður voru þau ekki til í réttri stærð. Bestu kveðjur héðan.

Skótískan hér í Danmörku


Þóra sendi mér þessa mynd og nú er ekkert annað á dagskrá hjá mér í dag en að finna mér eitt par af þessum flottu og hagnýtu skóm :)
Posted by Picasa

8.7.07

Við fundum lyktina af Roskilde Festival í dag!!!

Nú eru gestirnir farnir heim. Við borðuðum hér heima á föstudagskvöldið og buðum skemmtilegri vinkonu Möggu henni Elínu með okkur í mat. Hún ætlar að fara með okkur á bjórhopp áður en við förum heim og kynna okkur fyrir helstu brugghúsum og skemmtilegustu kránum hér í borginni. Það verður gaman. Það er óhætt að segja að það sé pínulítið tómlegt núna og stofan hjá okkur hefur breyst úr tveimur herbergjum í eitt. Við Bogga vöktum frekar lengi frameftir seinasta kvöldið og smökkuðum m.a. vín andanna. Við skemmtum okkur vel og sungum nokkur lög, sum jafnvel margrödduð! Takk fyrir samveruna hér Bogga, Loftur og Magga, þetta var mjög skemmtilegt.

Við Þórður skelltum okkur til Roskilde í dag. Við tókum strætó frá lestarstöðinni þar í bænum og að austurinnganginum . Vagninn var sko alveg troðfullur af fólki og sumt af því var mjög illalyktandi. Flestir voru í gúmmístígvélum sem hafa örugglega verið þung af leðju og fötin voru líka ansi óhrein. Það er auðvitað eðlilegt af því að veðurguðirnir léku ekki við hátíðargesti fyrr en í dag. Þegar við stigum út úr vagninum á svæðinu og ætluðum að anda að okkur fersku sveitarloftinu, fundum við eiginlega bara megna skítafýlu. Mér fannst eins og ég væri komin á svínabú, en Þórði fannst lyktin minna á lykt á öskuhaugum. Þetta hefur nú samt verið hátíð í dag miðað við föstudag og laugardag kíkið á þetta eða þetta, en leðjan var samt enn þrátt fyrir mikinn kostað hjá aðstandendum hátíðarinnar við að setja möl og sand í pollana.

En við tímdum ekki að borga 1300 krónur (danskar) fyrir að fara inn í dag. Við erum svo ung, en ef við værum orðin 60 ára þá hefðum við ekkert þurt að borga í dag. Við förum frekar seinna og tökum hátíðina þá með stæl. Veðrið var alveg ágætt í dag en svolítið hvasst, heitt og sól öðru hverju. Bestu kveðjur frá næstum því Hróarskelduhátíðargestum.

5.7.07

Glóðvolg íþróttafrétt!!!

Haldið þið ekki að Sveinn tengdapabbi og hans lið hafi ekki rúllað upp hinum 14 eða 15 liðunum og unnið Boccia keppnina í flokki eldri borgara á UMFÍ í Kópavogi í dag!!! Við sendum auðvitað þeim Svenna, Tomma og Hanna Badda hjartanlegar hamingjuóskir héðan úr rigningunni í Kaupmannahöfn. Frábær árangur hjá þeim, til lykke!!! Það skal tekið fram að Svenni er aldursforseti liðsins, en hann fæddist árið 1925 og reiknið svo ef þið getið!!!!

Góðir gestir og til hamingju með daginn Loftur!

Bogga, Loftur og Magga eru komin hingað til Kaupmannahafnar, þau komu á þriðjudaginn. Loftur Sveinsson, bróðir Þórðar á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn Loftur!

Bogga gistir hjá okkur í gestavindsængurrúminu (50 cm hátt) sem við fjárfestum í fyrir Atla og hana. Henni finnst meira að segja að hún hafi sérherbergi þar sem vindsængin er á bak við sófann í stofunni, Atli þú skilur þetta alveg af því að undrarúmið er á sama stað og þegar þú gistir hér, gott mál það.
Magga og Loftur gista aftur á móti á Admiral hótelinu.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á að koma hingað til að fá okkur brauð og álegg, svo löbbuðum við niður í bæ í fínu veðri, sól og hita. Við skoðuðum auðvitað Den lille Havfrue í leiðinni og komum við í Nýhöfninni. Svo enduðum við daginn á að borða á Skindbuksen og fengum fínan mat sem Bogga bauð okkur uppá. Svo var farið snemma í rúmið af því að gestirnir voru orðnir þreyttir eftir langan dag. Þau flugu að heima klukkan 7 um morguninn.
Í gær eyddum við þessum fína degi í Tívolíi í blíðskaparveðri. Við vorum mætt þar fyrir hádegi og fórum svo aftur seint í gærkvöldi til að sjá það sem við áttum efir að skoða af garðinum og öll ljósin og vatns-og ljósasýninguna klukkan 23:30. Við keyptum okkur öll dagskort í tækin nema Þórður hann passaði farangur, tók myndir og horfði á. Loftur brosti út í eitt allan tímann og Bogga sem er 70 ára fór í öll stærtstu tækin og meira að segja tvisvar í Gyllta turninn, hún var svo sannarlega hetja dagsins. Hún vildi nefnilega sjá yfir K.höfn í gærkvöldi og sjá ljósadýrðina. Himnaskipið sem Óli var svo hræddur í bilaði því miður rétt áður en við komumst að í röðinni þannig að þau misstu af þeirri skemmtun. Bogga fór meira að segja í Dæmonen, stóra rússibanann og það sem meira er, hún gat alveg haft lokaðann munninn!!!!
Já og svo kom hún með þennan gullmola þegar við vorum vorum sloppin úr tækinu: "Ég þorði ekki að hafa opinn munninn af því að ég var svo hrædd um að missa út úr mér tennurnar" Ha ha ha!!!
Við borðuðum kvöldmat hjá okkur og fórum sem sagt aftur í Tívolí eftir kvöldmat. Á eftir ætlum við í Fisketorvet og svo hittum við afmælisbarnið og Möggu á Riobravo í kvöld. Ekki meira núna en allir biðja að heilsa héðan úr rigningunni.