Sigríður Kristín Óladóttir

26.10.04

Krúsí, Krúsís eða Krísús eru orð sem eru oft notuð á bloggsíðum barna minna. En hvað um það þetta er svaka flott mynd af systkinunum. Hún var tekin á singstar kvöldi Padeiu.


Skellti mér á bæjarstjórnarfund áðan ásamt nokkrum öðrum kennurum, bara rétt til að minna á okkur. Umræðan um skólamál var frekar rýr, og til að mynda tók enginn fulltrúi sjálfstæðismanna til máls þegar fjallað var um fundargerð skólanefndar. Fer að dansa á eftir og já, bæðövei Gunna Sig hringdi í dag og var að biðja mig um að kenna línudans í verkfallsmiðstöð þeirra í Borgartúni 22 á föstudaginn. Þemað hjá þeim þann dag er Kántrý og því tilvalið að taka nokkur spor eða hvað? Málið var sett í nefnd hjá mér, en ég var vissulega jákvæð eins og ég er eiginlega alltaf ekki satt ?

25.10.04

Það er aldeilis fallegt veður í dag. Ég fór í pottinn í morgun og núna er ég búin að skipta um síu í eldhúsvaskinum og viti menn, þetta er allt annað núna, frussið hætti alveg.
Ég setti líka upp húsnúmerið á húsið mitt og skipti um ljósaperu úti. Við þetta notaði ég borvélina hans Óla, takk fyrir lánið.

Við getum fengið flensusprautu í athvarfinu á miðvikudaginn, milli klukkan 10 og 12. Það er best að láta sprauta sig til þess að byrja ekki á að veikjast þegar maður fer að vinna, ef verkfallið leysist einhvern tímann.

24.10.04

Það fengu líklega flestir kennarar létt áfall þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum og enginn fundur boðaður fyrr en eftir 2 vikur. Halldór forsætisráðherra hefur boðað deiluaðila til sín á morgun, mánudag mér skilst að það sé aðallega til þess að þeir úr samninganefndunum útskýri sitt mál. Þarna á hann þó væntanlega við okkar menn og vill fá að vita af hverju kennarar tóku ekki tilboði sáttasemjara. Skýringin er einföld, þetta var ekki nógu gott tilboð.

Valli og Dóra kíktu í gærkvöldi, en stoppuðu stutt af því að við Þórður vorum að fara á harmonikkuball í R.vík. Þau komu með rauðvín og ég er ákveðin í að geyma það og bjóða þeim fljótlega í mat og drekka þá eðalvínið með þeim.
Við fórum á ballið og dönsuðum helling, aldurssamsetningin á þessu balli var þannig að ég fílaði mig mjög unga og Þórði fannst hann vera krakki!! En þetta var samt mjög gaman.

Við fórum í pottinn í gær, Þóra, Atli og ég. Veðrið var yndislegt og við fengum okkur (stelpurnar) öllara og gleymdum okkur gjörsamlega. Við héldum að klukkan væri 17,30 eða svo þegar Þórður mætti í matinn, en þá var klukkan orðin rúmlega 18,30 en það var nú í góðu lagi.
Þóra var að fara suður áðan og Atli er kominn með hálsbólgu aftur og verður að fara á sýklalyf á morgun. Hann fór til Þóris HNE læknis á föstudaginn og hann á að fara í aðgerð í febrúar, það verður fínt fyrir hann að losna við þessa skemmdu djöfla.

Núna kem ég bílnum mínum inní bílskúrinn, en bara rétt svo, vegna þess að skúrinn er svo pínulítill, eða er bíllinn stór?
Þórður geymir fyrir mig tengdakerlingaboxið eins og hann nefndi það og hjólbörurnar. Hann fór líka með ónýtu þvottavélina á haugana í gær, gott að vera laus við hana og gamla eldhúsborðið sem var orðið myglað af útiverunni.

Helga mín takk fyrir að bjóða mér lán fyrir dekkjum, Óli ég athuga verð á dekkjum í Vöku. Þetta verður þó aldrei eins og Óli var að grínast með í peningamálunum??? En ég er búin að setja skuldina i lögfræðiinnheimtu, hvað sem kemur nú út úr því. Hún Jóhanna sagði Soffíu að þetta væri dagaspursmál með greiðsluna, en því miður hefur hingað til ekkert verið að marka það sem konan segir.

Verkalýðsfélagið er 80 ára og bauð í kaffi í FVA í dag. Það var gefið út blað vegana afmælisins, þar var m.a. rakin saga félagsins og í því er mynd af afa í Hraungerði, Ólafi Gunnlaugssyni sem var fyrstur ásamt öðrum sjómanni að fá heiðursmerki sjómanna, þetta var árið 1954.

21.10.04

Kröfugangan

Jæja þá er rúmur einn mánuðuður liðinn síðan verkfallið hóst. Ég fór auðvitað til R.víkur í gær og tók þátt í kröfugöngunni. Það var frábært að sjá hvað það voru margir sem tóku þátt í henni, talað er að um 3 þúsund hafi gengið og það voru mest allt kennarar. Samstaðan er sem sagt mjög góð. Ég lagði bílnum við Listasafn Íslands og tók svo strætó upp á Hlemm. Sem betur fer var ég búin að kynna mér verðið í strætó til þess að lenda ekki í því sama og Helga sem átti bara 500 króna seðil!!! Þið vissuð hvernig það fór, en ég hefði auðvitað átt að nota sömu aðferð, verandi í verkfalli.
Gangan var byrjuð þegar ég kom á Hlemm, þ.e.a.s. flestir voru lagðir af stað. Ég gekk bara hratt og skeiðaði fram úr fleiri þúsund manns, ég ætlaði nefnilega að ná Skagaliðinu sem fór í rútu. Ég náði þeim auðveldlega og sagði við Magga Ben sem hélt á kröfuspjaldi: hvað stendur á þér? Ingi Steinar skellihló og var fljótur að segja Sigga mín, maður spyr karlmenn ekki þessarar spurningar. Við Maggi föttuðum ekkert, en þetta var lagt inn sem hugmynd í vísnabanka Inga Steinars.
Ræðurnar voru fínar sem fluttar voru og "Drengjakórinn" (flestir gráhærðir)úr Langholtsskóla sungu Stuðmannalagið Ísl. karlmenn með breyttum texta. Ísl. kennarar o.s.frv. í viðlaginu tóku allir undir og sungu m.a.
Stöndum þétt saman, snúum bökum saman.
Sumir á, sumir á, sumir á hausnum
aðrir á, aðrir á, aðrir á bótum.

Eftir fundinn hittumst við skólasystur í Perlunni og fengum okkur smárétti og kaffi. Við skipulögðum vetrarhitting og ákveðið var að Hanna ætlar að vera með föndurhitting 19.nóv. ef Halla föndurkona er til þá. Gussa í desember, Dómhildur í janúar, Sigrún í febrúar og Gunna í mars.

Ég heimsótti mömmu á Reykjalund og gengur mjög vel hjá henni, nema hún er óánægð með að þurfa að sofa með súrefni. Hún segist sofa ver ef hún er með það og strækar eiginlega á að nota það á nóttunni. Hún er búin að fara í lungnamyndatökuna á Landspítalanum, en vissi ekki hvað kom út úr því.
Við fórum niður í setustofu í kaffi og settist Hörður bakari hjá okkur. Hann sagði að ég væri eins og raketta þegar við mætumst í göngu í skógræktinni. Þetta segir okkur bara hvað sumir ganga hægt. Við fórum svo að rökræða um verkfallið, sem honum fannst alveg fyrir neðan allar hellur. Hann er auðvitað harður sjálfstæðismaður og reyndi að segja mér að dóttir hans sem er útskrifuð frá Bifröst sé með 115 þús fyrir fullt starf í utanríkisráðuneytinu. Þetta er örugglega einhver misskilningur hjá honum, enda frétti ég í morgun að hún vinni bara hlutastarf. Mamma reyndi að stoppa okkur í rif...rökræðunum og sagði Sigga mín það er farið að hvessa ansi mikið úti, ég vissi að hún meinti líka hér inni. En ég var ánægð með að mér fannst ég finna að mamma stendur með okkur kennurum í okkar baráttu. Gott hjá henni.

Helga ég hitti Siggu vinkonu þína í Hagkaup, ég hélt að hún væri ennþá hjá ykkur. Hún var mjög ánægð með ferðina og heimsóknina til ykkar.

18.10.04

Það er kominn vetur, kalt úti og allt er hvítt af snjó. Maður þarf að fara að huga að dekkjaskiptum, hér er stutt skoðanakönnun, hvað ætli dekkin séu stór á Hondunni minni? (15,16 eða 17 tommur?).

Helga, helgin var alveg frábær. Við fórum í Þjóðleikhúsið á föstudagskvöldið og sáum Edith Piaf, þetta var alveg stórkostleg sýning. Ekki skemmdi það að við fengum aukanúmer og framlengda sýningu. Þannig var að í hléi eða stuttu eftir að hléið byrjaði, fór Þórður niður á snyrtingu, það var nefnilega ekki karlaklósett uppi, bara kvenna. Á meðan hann var niðri fór brunavarnarkerfið af stað. Ég hélt fyrst að þetta væri hringing inn í sal, en þetta var alltof löng hringing til þess að það gæti verið. Svo kom í ljós að þetta var brunabjallan og það hvarflaði ekki að mér að hreyfa mig. Maður er alveg ónæmur fyrir brunabjöllum af því að það er ekkert að marka brunakerfið í skólanum. Það voru líka allir í kringum mig hinir rólegustu. Svo kom Þórður upp og sagði: Ég gerði þetta ekki!!!
Það hafði sem sagt kviknað í eldhúsinu og við fórum niður og svo út. Fljótlega kom svo hljómsveitin og Edith Piaf spiluðu og sungu úti. Veðrið var dásamlegt logn og blíða og fín stemning meðal áhorfenda og leikara. Það þurfti að reykræsta salinn og kjallarann og hléið sem átti að vera í 15 mín. stóð því alveg í 1 klukkutíma.
Á eftir fórum við svo á hótel Ísland (við gistum þar) og fórum niður á skemmtistaðinn. Þar náðum við rúmlega klukkutíma af dagskrá Ragnars Bjarnasonar, við heyrðum m.a. í Ragga, Borgardætrum og Skapta Ólafs. Hljómsveitin Lúdó og Stefán spilaði svo fyrir dansi á eftir. Það var stuð og fjör og við dönsuðum heilmikið, en eftir að dagskránni lauk fækkaði töluvert í húsinu. Blessað fólkið hefur verið orðið þreytt, enda komið vel við aldur. Okkur fannst við vera eins og börn innan um fólkið þegar við komum, þetta voru nefnilega aðallega fólk á aldri við Ragga Bjarna sem var fyrir stuttu 70 ára.

Á laugardeginum fórum við svo í morgunmat á hótelinu. Síðan í kaffi til Þóru og kíktum svo aðeins til Óla og Hlyns. Við fórum í Rúmfatalagerinn, þar sem Þórður verslaði kodda o. fl. Ég ætlaði að heimsækja mömmu, en þar sem hún var hjá Magga bróður þá hætti ég við að heimsækja hana. Eftir hádegi hvíldi ég mig, en Þórður skrapp út. Þóra kom svo um klukkan 18 til þess að mála mig, flott þjónusta ekki satt?
Þórður skrapp aðeins fram en kom inn þegar hún var búin að mála mig og ég búin að klæða mig í.... Þegar hann kom inn sagði hann: þetta er allt of þröngur kjóll Sigga mín!!!
Hann vissi að ég ætlaði að fara í kjól, en hafði ekki séð kjólinn. Við Þóra skellihlógum, ég var nefnilega bara komin í Magic slimmy undirkjólinn minn. Ég hefði sem sagt ekki fengið að fara með honum í þessum sexy kjól sem er reyndar líka mjög stuttur. Þetta sagði hann bara af því að hann var svo flottur í nýju jakkafötunum. Hann hefði skilið mig eftir á einhverju horninu á leiðinni á Sögu.
Ég var allavegana flott máluð og fín í fimmtán ára kjólnum mínum. Við vorum á borði númer 6. Það var mikið fjör við borðið okkar, þar sátu m.a. Silla og Eiki, Svala og Ingþór (foreldrar Svabba), Gunna og Tommi og Sveinbjörn og Margrét o.fl. Maturinn og skemmtunin öll var alveg frábær, eina sem var að var að hljómsveitin hætti að spila klukkan 2 en ballið átti að vera til klukkan 3 og þá komu rútur til að ferja fólk á hótel og uppá Skaga.

Ég fór aðeins að taka til í bílskúrnum í dag vegna þess að nú þarf maður að fara að setja drossíuna inn í skúr.

Já Atli er búinn að raka sig, ég tók að vísu ekki eftir því fyrr en við matarborðið í gærkvöldi, sorrý Atli. En þú ert flottur svona :)

14.10.04

Fór á fund í athvarfinu (skátahúsinu) í morgun, þar mættu 3 úr samninganefn okkar og fóru yfir stöðuna. Það er nákvæmlega ekkert að gerast þessa dagana og ég held svei mér þá að við verðum í verkfalli í mánuð í viðbót, en vissulega vona ég að semjist. Það er samt alveg kristalljóst að á meðan sveitafélögin koma ekki með meira fjármagn í þennan pakka þá verður ekki samið.
Góður punktur hjá Óla að í staðin fyrir að henda pening í þetta vonlausa kanttspyrnulandslið ætti KSÍ að gefa kennurum þessa peninga og styðja við bakið á þeim...

Ég talaði við Soffíu fasteignasala og hún talaði við kaupandann af húsinu mínu (sem ekki borgar mér) og ég er líka búin að tala við lögfræðing vegna innheimtuaðgerða. Kaupandinn segist ætla að borga um miðja næstu viku, gaman að vita hvort það stenst.

Eygló kom í kaffi og við fengum okkur karamellubragðefnacapputsínó, ótrúlega gott. Júlla tengdadóttir hennar lenti í hörðum árekstri þegar hún var að koma úr prófi í R.vík eftir hádegi í dag. Þetta var 3jabíla árekstur og bílinn þeirra Sigurþórs er gjörónýtur, en sem betur fer slasaðist Júlla og vinkona hennar ekki mikið.

Elsa Dóra vinkona hringdi áðan og ætlaði að bjóða okkur í mat á laugardagskvöldið, en þá erum við Þórður upptekin í vonandi gleði, gleði, gleði.

Undirbúningur fyrir haustmót línudansara er vel á veg kominn, mótið verður haldið laugardaginn 13.nóvember í Miðgarði. Allir línudansunnendur eru hjartanlega velkomnir, Óli Geir kennir nýja dansa frá kl. 12 - 18, svo verður fínn matur um kvöldið. Miðaverð aðeins 3.900, allt innifalið.
Við, Og Útlagarnir ætlum að hittast kl. 19,30 til að dansa og svo er ég ákveðin í að fara í pottinn í kvöld. Ég segi bara Lífið er dásamlegt, ekki satt.

13.10.04

24. dagur

Það er 24. dagur í verkfalli í dag, undarlegt hvað tíminn líður þó hratt. Vikan er búin áður en maður veit af, þrátt fyrir aðgerðarleysið.
Við, grunnskólakennarar á Skaganum fjölmenntum á baráttufundinn í Háskólabíói. Þetta var frábær fundur með góðum ræðum og stórkostlegum skemmtiatriðum. Mér fannst ræða Eiríks best og að mínu mati hefur hann vaxið mikið í þessari verkfalls-lotu.
Fjöldi tónlistarfólks, leikara og annars listafólks kom fram á fundinum, má þar nefna jasssöngkonuna Kristjönu ásamt kvartett, KK og Ellen, Tómas R og Kúbubandið og Tenorinn Guðmund Ólafsson. Kynnir var hin hressa Vodkakúrs-leikkona Helga Braga. Hún hitti kunningjakonu sína um daginn sem spurði hana hvað hún væri að gera núna. Helga sagðist vera í Vodkakúrnum, já er það sagði kunningjakonan , systir mín er líka í honum!!!

Hér er pæling frá Óla Hann var að tala við Bjarna gítarsnilling og hann var eitthvað að grínast með að ég (mamma rokk) myndi berja hann (Óla) með kökukefli... útaf hverju man hann ekki... en allaveganna þá sagði hann við Bjarna að ég gæti ekki barið hann með kökukefli vegna þess að það væri greinilegt VERKFALLSBROT! Já... þeir eru í stórhættu þessir heimilisfræðikennarar útaf verkfallinu... geta ekki einu sinni barið börnin sín til hlýðni :þ hahaha... en það er alltí læ... ef mamma þarf eitthvað að siða mig til þá stingur hún mig bara með heklunál... ekki það að þurfi eitthvað að siða mig... en samt... bara svona pæling.

Ég vil bara benda eldri syni mínum á að ég þarf hvorki kökukefli né heklunál að vopni til að berja hann til hlýðni, þið munið örugglega aðferðina sem ég notaði þegar ég svæfði ykkur systkinin í gamla daga hahaha??

Á Rokkarinn að fara í klippingu er nýjasta skoðanakönnunin hjá Óla. Ég tók þátt í henni og hér mun ég gera grein fyrir atkvæðum mínum. Ég tók tvisvar þátt og í bæði skiptin merkti ég við Slétt sama. Ég hef nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að hárið á okkur skiptir svo litlu máli miðað við allt annað, hvort það er sítt, stutt, ekkert, ljóst, dökkt, rautt eða grænt svo lengi sem það er hreint. Ég viðurkenni þó að það getur farið illa með sálarlífið ef maður lendir óvænt í því að missa hárið, en það er önnur saga.
Ég segi fyrir mína parta að mér finnst best að vera með stutt hár, aðalástæðan er meðfæddur fölskylduvandi sem lýsir sér í því að svitna eiginlega bara á höfðinu við áreynslu og þar með verður hárið rennandi blautt ooojjjjbara!! Þetta er ferlega pirrandi, sérstaklega þegar maður er búinn að vanda sig við hárgreiðsluna og fer á ball, rokkar eða dansar smáveigis og greiðslan og málningin lekur hreinlega niður. Fyrir 10 - 15 árum nöldraði ég þegar Óli safnaði síðu hári og tók svo ekki eftir því þegar hann lét klippa sig. Niðurstaðan er þessi, hafðu hárið eins og þér finnst flottast eða best eða hvorttveggja. Mér er alveg sama þótt ég sé sú eina í fjölskyldunni með stutt!!

8.10.04

Það er svo sannarlega orðið þreytandi þetta verkfall, maður verður eitthvað svo sinnulaus og þreyttur á að gera ekkert.
Lífið er samt dásamlegt!!!
Ég er eiginlega viss um að ef hægt væri að tína jarðarber í Þýskalandi núna, þá mundi ég skella mér og tína ekki bar 11 kíló, heldur 2 x 11 kíló. Eða ætti ég að fara á októberfest, hvar er hún aftur haldin og hvenær í okt?
Um næstu helgi er ég þó upptekin, fer í menningarreisu í borg óttans með Þórði. Leikhús á föstudagskvöldið og árshátíð á laugardagskvöld, spennó ekki satt? Það er samt gott að vera komin í helgarfrí núna, kanski ég þrífi hjá mér, ææi ég geri það bara á morgun. Skelli mér í pottinn núna, það er svo flott veður.
P.s. ég er búin að greiða garnaflækjuna, takk fyrir hjálpina þið sem hjálpuðuð mér í flækunni :) og nú er ég byrjuð að hekla.

1.10.04

Æiii ég gleymdi að setja linkinn á myndirnar en hér eru
skólasysturnar sem voru hjá mér um síðustu helgi og hér eru dömurnar sem eru með mér í framhaldsnáminu og komu í heimsókn fimmtudaginn 23. september.


Við vorum að fá launaseðlana okkar frá bænum, en við kennarar erum á fyrirframgreiddum launum og vorum búin að fá september greiddan. Þessi launseðill sem kom í dag hljóðar því uppá skuld. Sem betur fer var ég líka búin að eyða laununum, eins og flestir ef ekki allir kennarar.
Ég átta mig samt ekki alveg á útreikningunum, þann 1. sept fékk ég útborgað rúmlega 159 þúsund þ.e.a.s. fyrir allan mánuðinn, ég skulda bænum fyrir 20. - 30 sept og skuldin hljóðar uppá rúmlega 106 þúsund. Skiljið þið þetta? Bærinn gengur út frá því að ég hafi unnið fyrir 49,46% mánaðarlaunanna frá 1. - 19. sept. Mér finnst það of lág tala þótt tekið sé tillit til orlofs. Eruð þið ekki sammála mér?
Vonandi setja þeir þessa skuld ekki alveg strax í lögfræðiinnheimtu, úps!!

Atli er enn lasinn og ég var að byrja að hekla í verkfallsmiðstöðinni, ótrúlegt afrek, en ég þyki bara nokkur efnileg. Mig vantar samt heklunál nr. 6 til að geta haldi áfram. Léleg afsökun?
Helga ég gleymdi að segja þér að Atla finnst þú vera svo lík Oprah Winfrey, bara alveg eins nema hún er aðeins dekkri en þú.