Sigríður Kristín Óladóttir

13.10.04

24. dagur

Það er 24. dagur í verkfalli í dag, undarlegt hvað tíminn líður þó hratt. Vikan er búin áður en maður veit af, þrátt fyrir aðgerðarleysið.
Við, grunnskólakennarar á Skaganum fjölmenntum á baráttufundinn í Háskólabíói. Þetta var frábær fundur með góðum ræðum og stórkostlegum skemmtiatriðum. Mér fannst ræða Eiríks best og að mínu mati hefur hann vaxið mikið í þessari verkfalls-lotu.
Fjöldi tónlistarfólks, leikara og annars listafólks kom fram á fundinum, má þar nefna jasssöngkonuna Kristjönu ásamt kvartett, KK og Ellen, Tómas R og Kúbubandið og Tenorinn Guðmund Ólafsson. Kynnir var hin hressa Vodkakúrs-leikkona Helga Braga. Hún hitti kunningjakonu sína um daginn sem spurði hana hvað hún væri að gera núna. Helga sagðist vera í Vodkakúrnum, já er það sagði kunningjakonan , systir mín er líka í honum!!!

Hér er pæling frá Óla Hann var að tala við Bjarna gítarsnilling og hann var eitthvað að grínast með að ég (mamma rokk) myndi berja hann (Óla) með kökukefli... útaf hverju man hann ekki... en allaveganna þá sagði hann við Bjarna að ég gæti ekki barið hann með kökukefli vegna þess að það væri greinilegt VERKFALLSBROT! Já... þeir eru í stórhættu þessir heimilisfræðikennarar útaf verkfallinu... geta ekki einu sinni barið börnin sín til hlýðni :þ hahaha... en það er alltí læ... ef mamma þarf eitthvað að siða mig til þá stingur hún mig bara með heklunál... ekki það að þurfi eitthvað að siða mig... en samt... bara svona pæling.

Ég vil bara benda eldri syni mínum á að ég þarf hvorki kökukefli né heklunál að vopni til að berja hann til hlýðni, þið munið örugglega aðferðina sem ég notaði þegar ég svæfði ykkur systkinin í gamla daga hahaha??

Á Rokkarinn að fara í klippingu er nýjasta skoðanakönnunin hjá Óla. Ég tók þátt í henni og hér mun ég gera grein fyrir atkvæðum mínum. Ég tók tvisvar þátt og í bæði skiptin merkti ég við Slétt sama. Ég hef nefnilega komist að þeirri niðurstöðu að hárið á okkur skiptir svo litlu máli miðað við allt annað, hvort það er sítt, stutt, ekkert, ljóst, dökkt, rautt eða grænt svo lengi sem það er hreint. Ég viðurkenni þó að það getur farið illa með sálarlífið ef maður lendir óvænt í því að missa hárið, en það er önnur saga.
Ég segi fyrir mína parta að mér finnst best að vera með stutt hár, aðalástæðan er meðfæddur fölskylduvandi sem lýsir sér í því að svitna eiginlega bara á höfðinu við áreynslu og þar með verður hárið rennandi blautt ooojjjjbara!! Þetta er ferlega pirrandi, sérstaklega þegar maður er búinn að vanda sig við hárgreiðsluna og fer á ball, rokkar eða dansar smáveigis og greiðslan og málningin lekur hreinlega niður. Fyrir 10 - 15 árum nöldraði ég þegar Óli safnaði síðu hári og tók svo ekki eftir því þegar hann lét klippa sig. Niðurstaðan er þessi, hafðu hárið eins og þér finnst flottast eða best eða hvorttveggja. Mér er alveg sama þótt ég sé sú eina í fjölskyldunni með stutt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home