Sigríður Kristín Óladóttir

30.9.04

Ætli verkfallið sé að leysast, ég vona það svo sannarlega. Þetta er orðið nógu langt, en við kennarar verðum að standa fast á okkar kröfum.

Kennarar frá Akranesi fjölmenntu við Karphúsið í morgun, samtals var víst vel á annað þúsund kennarar mættir á staðinn og það er svo sannarlega merki um samstöðu okkar. Annars er lítið að frétta síðan í dag.
Hanna Regína var skorin upp en ekki var hægt að taka hinn eggjastokkinn og legið eins og fyrirhugað var vegna þess að þetta var gróið við ristilinn. Vonandi gengur allt vel, ég sendi mínar bestu batakveðjur til Hönnu.

Mamma er á Reykjalundi, hún er búin að vera í rannsóknum og mælingum og var í þrekprófi í gær. Þannig að hún hefur líklega byrjað í þjálfun í dag. Ég hringi í hana á morgun og fæ fréttir af gangi mála.

Óli er búinn að setja myndirnar bæði frá fimmtudagshittingi vinnuhópsins í framhaldsnáminu og frá sumarbústaðaferð skólasystranna á Skagann út á Netið, ég set slóðin inná bloggið mitt á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home