Sigríður Kristín Óladóttir

27.8.04

Hvað er að gerast eru allir hættir að rokka? Stelpurnar skrifa sama og ekkert ég enn minna og Óli lítið sem ekkert. Ég bíð spennt eftir að fá fréttir frá Þýskalandi en frétti ekki neitt.

Annars er allt gott að frétta héðan, við sexbomburnar í línudansinum hittumst í gærkvöldi og ákváðum að hittast 2 svar í viku í vetur. Óli Geir kennir okkur líklega á þriðjudagskvöldum og svo ætlum við að hittast á fimmtudögum líka.

Við lærðum einn nýjan dans hjá Siggu og Hugrúnu í gær og mikið var gott að reyna á sig og svitna svolítið. Þegar ég kom heim fór ég í sturtu og svo í pottinn í a.m.k. klukkutíma. Ég var með kósýlegt eins og Hlynur orðaði svo skemmtilega og var með fullt af kertum úti í blankalogni undir stjörnubjörtum himni.
Ég var einmitt að hugsa (eina ferðina enn) um það hvað ég er heppin í lífinu. Ég veit það fyrir víst að það eru ekki allir svona heppnir, en auðvitað hef ég, eins og allir aðrir þurft að reyna ýmislegt á kaflaskiftri lífsleið minni. En ég segi eins og Gunnþórunn sagði „ Lífið er dásamlegt“

Óli verður með grillveislu í kvöld og það verður væntanlega mikið fjör og mikið gaman. Dabbi og Dísa, Svabbi og Þórey, Sigurþór og Júlla, Jonni og Ramóna og Hlynur og við eigum eftir að vera í stuði og skemmta okkur vel saman og borða mikið.

Óli fór að sækja Hlyn og ætlaði að versla smá í Bónus i Borgarnesi, ég skrifaði tossamiða og m.a. skrifaði ég 2 pk. af Toro rauðvínsson (ég er ekki byrjuð að dr....)

Núna ætla ég að fara út að mála glugga, ég er bara búin með fyrri umferð og 3 tvær umferðir. Það spáir víst rigningu á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home