Sigríður Kristín Óladóttir

8.7.04

Til hamingju með 4 ára brúðkaupsafmælið, Helga og Alex.

Við Helga og mamma fórum í gær til Oberhausen í stóru verslunarmiðstöðina CentrO sem er Kringlan þeirra hér í nágrenninu. Við versluðum smá (bara lítið)og borðuðum þar og komum ekki heim fyrr en klukkan 21,30.

Í morgun fór ég svo að skoða skólann hennar Nínu og sat þar eina kennslustund í þýsku. Þar lærði ég nokkur nafnorð og pronomen eða furwort (er, sie, es, ihr). Það átti að vera kennslustun í ensku og sungu krakkarnir fyrir mig á ensku, þetta var mjög skemmtilegt. Skólinn sem Nína er í er aðeins fyrir nemendur í 1. - 4. bekk og er ekki stór. Skólinn er gamall og það er greinilega ekki eins mikið lagt í umbúðirnar (bygginguna sjálfa) eins og við erum vön á Íslandi. Krakkarnir voru mjög góð og dugleg að læra nema tveir strákar sem voru umsvifalaust sendir út til að hlaupa einn hring í kringum skólann til kælingar.

Við ætlum að ganga niður í bæ þegar Nína er búin að læra í dag og kanski kaupi ég mér ferðatösku!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home