Sigríður Kristín Óladóttir

1.7.04

Real tekin út!

Það gekk vel að versla í gær, ég var ekki lengi að ákveða mig og skella mér á nokkrar flíkur. Veðrið var líka alveg frábært sól eftir klukkan 14 og 24 stiga hiti.
Í morgun fórum við Helga í gönguferð og fyrir hádegi fórum við svo í Real eða Ríl eins og Helga skrifar. Maður varð ekki fyrir vonbrigðum með þessa verslun, sem er að mínu mati stærri en í Detmold. Mér fannst hún samt minni þegar ég kom inn í hana, en líklega er ég alveg búin að gleyma hvað Detmoldar-Real var stór.
Veðrið er ekki eins gott eins og í gær, tæplega 20 stiga hiti og skýjað en það er nú í fínu lagi.

Við fengum fullt fat af kirsuberjum áðan sem eigandi hússins hafði tínt úr stóra trénu fyrir utan eldhúsgluggan hjá okkur. Hann þurfti að binda stærðar stiga við tréð til þess að ná berjunum, vegna þess að tréð er margir metrar á hæð.

Núna ætlum við Helga að fara út í garð að tína rifsber sem eru orðin alveg rauð þannig að við verðum að nota hleypiefni í rifsberjahlaupið sem við ætlum að gera.

Óli prinsessa er búin að setja kommentakerfi hjá mér, takk Óli minn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home