Sigríður Kristín Óladóttir

6.6.04

Til hamingju með daginn sjómenn.

Ég fór á Háahnúk í dag í góðu veðri ásamt Óla Erni, Atla þór og Hlyni. Hlynur sem er aðeins 5 ára gamall hálfhljóp upp og strákarnir voru ótrúlega sprækir og þurftu oft að bíða eftir þeirri gömlu. Við vorum samt bara 1 klukkutíma og 10 mínútur upp og 50 mínútur niður. Þetta er góður tími miðað við það að við erum ekki í nokkurri þjálfun. Maður er ferlega ánægður með sig eftir svona góða göngu. Háihnúkur er í 555m hæð yfir sjávarmáli. Á Akranesvefnum er hægt að fræðast meira um Akrafjall og gönguleiðir þar.

Í gærkvöldi fór ég með Önnu Bjarna á kúttermagakvöld í tjaldi við kútter Sigurfara og var það hin besta skemmtun og sjávarréttirnir voru mjög góðir. Það kostaði aðeins 1500 krónur og hægt var að borða eins og maður "mígandi" gat eins og Gísli Einars komst svo skemmtilega að orði. Ég var reyndar dálítið hissa á því að ekki var fullt vegna þess að í fyrra komust færri að en vildu.
Skólahljómsveit Akraness spilaði nokkur lög undir stjórn Heiðrúnar Hámundar og þau voru hreint út sagt frábær, takk fyrir Heiðrún.
Eina sem var að þessu var að ekki var hægt að fá sér kaffisopa í Maríukaffi í lokin til þess að hlýja sér og fara á snyrtingu þar, það voru aðeins útikamrar sem ég gat ekki hugsað mér að nota. Ég er hissa á að samstarfið skuli ekki vera meira þarna á milli af því að ég get trúað að þau í Maríukaffi hafi verið með sölu á drykkjarföngum í tjaldinu eða hvað?

Liðsmenn víkingafélagsins Hringhorna voru enn að þegar við fórum heim um kl.22 og þeir hlutu verðskuldaða athygli og veit ég að Hlynur Björn var heillaður af þeim, enda er Jonni vinur Óla einn af víkingunum.

Lokahófið hjá staffinu í Brekkubæjarskóla heppnaðist frábærlega eins og vant er, það var sem sagt mikið fjör og mikið gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home