Sigríður Kristín Óladóttir

1.6.04

Í dag og á morgun er vinaútivistarvorþema í skólanum. Allir nemendur eiga sinn vin, til dæmis eru nemendur í 8. bekk vinir nema í 3ja bekk, nemendur í 9. bekk eiga vini í 4. bekk, 10 bekkingar eiga vini í 5. bekk o.s.frv. Í morgun fór ég í 3 tíma göngu ásamt nemendum í 3. og 8.bekk og fleiri kennurum. Við gengum í skeljafjöruna í úða og blankalogni og gekk vonum framar. Vonandi verður þessi ganga til þess að koma mér af stað í útivistinni, ekki veitir mér af.
Ég kláraði að setja inn einkunnir rétt fyrir kvöldmat í kvöld, gott að það er frá.

Heiðurshjónin á Minna-Mosfelli skruppu til mín áðan í kvöldkaffi. Það var gaman að fá þau í heimsókn og smáspjall, takk fyrir komuna Gunna og Valur! Ég bauð þeim i bíó, á stuttmyndina mína sem ég gerði í náminu í apríl.
Ég kláraði að setja út skilasíðuna í Margmiðlun til náms og kennslu í gær, slóðin er

Það er líka hægt að fara inná heimasíðuna mína og skoða myndaalbúmið frá ferð okkar skólasystra til Parísar í fyrra (loksins).
Valli bróðir og Dóra eru búin að fá sér pott, það verður gaman að sjá hann. Þetta fór alveg framhjá mér, maður fylgist ekki eins vel með eftir flutning.

Helga það er kominn bæklingur með námskeiðum í skátahúsinu, ég hitti þig ef til vill á MSN seinnipartinn á morgun?


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home