Sigríður Kristín Óladóttir

19.5.04

Jæja það stendur ekki á því að kvarta þegar smáhlé verður hjá mér í blogginu, ég er ekkert svekkt og reyni að bæta mig. Það vantar aðeins fleiri tíma í sólarhringinn til þess að ég geti staðið mig í þessu!! (hver er ekki svekktur?!). Öfugt við suma þá þarf ég að sofa 5-7 tíma á nóttunni og svo er svo mikið að gera hjá mér. Ég fór í bæinn í gær og við SPSS dömurnar hittumst í síðasta sinn, svo að núna þarf ég að klára verkefnið (skýrsluna)og gera nokkur línu- eða súlurit í Excel.

Þóra bauð mér svo í mat þegar við hættum í Kennó í gærkvöldi, takk fyrir mig Þóra mín. Við fórum á Indó-kínverskan stað á Laugarveginum og fengum okkur fimm rétta máltíð. Við borðuðum eiginlega yfir okkur og gátum varla hreyft okkur á eftir, einkennilegt að lenda alltaf í því að borða of mikið.

Óli kemur heim í dag, ég hlakka ferlega mikið til af því að ég hef haft áhyggjur af honum á þessu líka heimshornaflakki. Hugsið ykkur að fara til Ástralíu á Kiss-tónleika!!! En vonandi skemmti hann sér vel, ég veit svo sem að hann gerði það og það verður gaman að lesa bloggið hans þegar hann skrifar ferðasöguna. Nú verð ég að fara að kenna, kem aftur seinna í dag.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home