Sigríður Kristín Óladóttir

18.3.04

Ég fékk húsið afhent í gærkvöldi og það var alveg framúrskarandi vel þrifið, frábært. Krakkarnir (Óli, Þóra og Hlynur) ætla að koma heim um helgina og hjálpa til við undirbúning vegna flutnings og byrja málningarvinnuna. Þetta er svo gaman.

Ég fékk bílinn minn úr viðgerð kl. tæplega 18 í gær. Þegar ég kom sagði viðgerðarmaðurinn grafalvarlegur: Ég hef góðar fréttir og slæmar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að ég er búinn að gera við bílinn þinn, ég vissi þá um leið hverjar slæmu fréttirnar voru. Það var auðvitað fj... reikningurinn, en nei, honum fannst það (hár reikningur) ekki slæmar fréttir heldur voru slæmu fréttirnar þær að það var keyrt á bílinn minn kvöldið áður!!. Hafið þið vitað það betra? Bíllinn var meira segja inni á verkstæðinu, það má nú segja það að allt getur gerst. Vissulega fær maður kostnaðinn við viðgerðina bætta en hvað með allt vesenið og útréttingar í kringum svona?

Nýja eldhús mötuneytisins í Brekkubæjarskóla var tekið í notkun í dag. 18. mars var því fyrsti dagur sem nemendur í Brekkubæjarskóla fengu heitan mat og ég hljóp úr kennslustund til þess að taka upp fyrir stuttmyndina mína. Það vill til að ekki var langt að fara. Þetta gékk alveg meiriháttar vel og voru nemendur alveg til fyrirmyndar. Gurra, Peta, Auður og allir hinir sem undirbjuggu og lögðu sitt af mörkum, Hjartanlega (H viljandi gert þau skilja þetta í Brekkó) til hamingju með þennan áfanga.

Árshátiðin var alveg frábær ég hélt að ég hefði skrifað um hana en ef til vill geri ég það seinna. Hún var auðvitað tekin upp og við í list- og verkgreinateyminu komum á nýjung sem var árshátíðarval undir styrkri stjórn Hrannar Egg. Ekki meira um það núna.

Núna þarf ég að fara að klára eða halda áfram með Flash verkefnið mitt sem á að skila þann 20. mars. OOhhh ég er alltaf á síðustu stundu með allt. Núna verð ég að fara að flasha!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home