Sigríður Kristín Óladóttir

3.3.04

Ég er stundum að velta fyrir mér hvort maður ætti ekki að vera duglegri að skrifa hérna í bloggið og muna þá líka efir að vista það. Hefði ég t.d. skrifað dagbók fyrir x mörgum tugum ára, þá gæti ég flett upp í henni og rifjað upp einhver skeið í lífshlaupinu. Það er nefnilega dálítið leiðinlegt að að vera búin að týna mörgum árum eða köflum úr lífinu. Systa vinkona sagði við mig um daginn að lífið væri kaflaskipt hjá okkur, það skiptast á góðir og slæmir kaflar, kanski er nokkuð til í því.


Helga var að skrifa í bloggið sitt 1. mars og rifja upp hvað hún var að gera þegar Hynur Björn sonur Óla fæddist.
Helga, ég var ennþá sofandi og á gjörgæslu þegar Hlynur fæddist. ég fletti upp í dagbókinni sem þú skrifaðir og sá að þú skrifaðir m.a. þennan dag, 1.mars 1999: Ég fór aftur til hennar eftir að ég var buin að vinna til að segja henni gleðitíðindi - Óli bróðir orðinn pabbi - Já lítill strákur Ólason 52 cm og 13 1/2 mörk fæddist um kl. 13 í dag. Og viti menn kom ekki þetta mikla bros og tár runnu niður kinnar. Þá fengum við staðfestingu á því að hún heyrir, en það er spurning hvort hún man.....

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home