Sigríður Kristín Óladóttir

10.2.04

Skagamenn stóðu sig svakalega vel á bikarmótinu í línudansi í gær. Við hópurinn "Og útlagarnir" urðum bikarmeistarar í flokki fullorðinna, unglingahópurinn bikarmeistarar í sínum flokki og Silfurskotturnar fengu bronsið.

Þetta var afskaplega skemmtileg upplifun og ég verð að viðurkenna það að ég varð svolitið hissa á að við skyldum vinna. Ekki af því að við værum léleg, heldur af því að mér fannst hinir hóparnir svo góðir. Ég missti út úr mér þegar búið var að segja hverjir urðu í öðru sæti og aðeins var eftir að tilkynna sigurvegarana: Gleymdu þeir okkur? En nei, þeir (dómararnir) gleymdu okkur sko ekki þeim fannst við einfaldlega vera best, sem við vorum vissulega.

Hlynur Björn Óason, 4 ára sonarsonur minn, sló svo í gegn í hléinu í hádeginu og dansaði á gúmmistígvélum aleinn á gólfinu í Laugardalshöllinni. Upprennandi danssjarmör þar á ferð. Hann talaði meira segja við dómarana og hafði eftir þeim að hann væri svo góður að dansa að hann þurfti ekkert númer. það var nefnilega verið að setja númer á dansarana í samkvæmisdönsum sem byrjuðu klukkan 13,00. Ekki veit ég á hvaða tungumáli hann talaði við dómarana, en það skiptir ekki nokkru máli.

Í samkvæmisdönsunum áttum við líka gullverðlaunahafa, ég veit að Maren Jónasard. í 4. bekk vann a.m.k. eitt gull og líka silfur eða brons.

Ég átti alltaf eftir að segja ykkur að ég fæ að vera í húsinu þar til ég fæ afhent í Jörundarholtinu, þar var ég heppin.

Ég verð að setja myndina af okkur seinna, Óli hvernig er með myndirnar?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home