Þá er UT 2004 ráðstefnunni lokið og var reglulega gaman að sýna sig og sjá aðra. Skólasystkini mín stóðu sig vel með sín innlegg og auðvitað kennararnir okkar þau Salvör, Sólveig, Lára og Stefán. Verst er, að það hittist alltaf þannig á að þeir fyrirlestrar eða málstofur sem maður hefur mestan áhuga á að sjá eru á sama tíma.
Við Jóhanna og Gunna fórum m.a. á fyrirlestur hjá Salvöru og Ingólfi Sig. og á málstofu hjá Hörpu Hreinsd. sem bar það skemmtilega nafn UT: Böl eða blessun, fyrirlesturinn er kominn inná heimasíðuna hennar. Við vorum líka hrifnar af því sem kallað var Tablett PC (örugglega vitlaust skrifað) sem er í raun fartölva ásamt skrifblokk. Hægt er að vista það sem maður skrifar eins og t.d. reikningsdæmi o.fl. en aðalkosturinn er hversu lítil fyrirferð er í þessu.
Það má segja að tímasetningin á Flashinu í Kópavogi hafi ekki verið neitt sérstök. Fólk var búið að fá nóg þegar við byrjuðum þar kl. 17.30, en svona er þetta það er ekki við öllu séð.
Við mæðgur skemmtum okkur vel þegar við fórum að sofa á föstudagskvöldið og ég las upphátt fyrir Þóru úr tæplega 50 ára grein úr Fylgiriti Sögusafnsins um Fegurð og snyrtingu. Það má með sanni segja að við grétum úr hlátri. þegar ég las þessa grein:
Það er þýðingarlaust að bursta hárið, gera líkamsafingar eða halda í mat við sig endrum og eins, hversu rösklega sem þér gangið að verki. Dagleg, reglubundin fegrun og snyrting er eina leiðin til þess að ná varanlegum árangri.
Þóra sagði þá já og stundi.
Svo las ég áfram og Þóra hélt að ég væri bara að svara henni.
Þér megið ekki stynja og segja: Já, en ég hef engan tíma!! Þetta var alveg meiri háttar skemmtun.
Jóhanna lánaði mér þessa innbundnu bók sem byrjar á Rauðu Akurliljunni sem var prentuð 1921 og endar á Fegurð og Snyrting.
Ég fór svo í afmælisveisluna hans Hlyns og borðaði þar þessar líku fínu tertur sem Óli bakaði.
Við Jóhanna og Gunna fórum m.a. á fyrirlestur hjá Salvöru og Ingólfi Sig. og á málstofu hjá Hörpu Hreinsd. sem bar það skemmtilega nafn UT: Böl eða blessun, fyrirlesturinn er kominn inná heimasíðuna hennar. Við vorum líka hrifnar af því sem kallað var Tablett PC (örugglega vitlaust skrifað) sem er í raun fartölva ásamt skrifblokk. Hægt er að vista það sem maður skrifar eins og t.d. reikningsdæmi o.fl. en aðalkosturinn er hversu lítil fyrirferð er í þessu.
Það má segja að tímasetningin á Flashinu í Kópavogi hafi ekki verið neitt sérstök. Fólk var búið að fá nóg þegar við byrjuðum þar kl. 17.30, en svona er þetta það er ekki við öllu séð.
Við mæðgur skemmtum okkur vel þegar við fórum að sofa á föstudagskvöldið og ég las upphátt fyrir Þóru úr tæplega 50 ára grein úr Fylgiriti Sögusafnsins um Fegurð og snyrtingu. Það má með sanni segja að við grétum úr hlátri. þegar ég las þessa grein:
Það er þýðingarlaust að bursta hárið, gera líkamsafingar eða halda í mat við sig endrum og eins, hversu rösklega sem þér gangið að verki. Dagleg, reglubundin fegrun og snyrting er eina leiðin til þess að ná varanlegum árangri.
Þóra sagði þá já og stundi.
Svo las ég áfram og Þóra hélt að ég væri bara að svara henni.
Þér megið ekki stynja og segja: Já, en ég hef engan tíma!! Þetta var alveg meiri háttar skemmtun.
Jóhanna lánaði mér þessa innbundnu bók sem byrjar á Rauðu Akurliljunni sem var prentuð 1921 og endar á Fegurð og Snyrting.
Ég fór svo í afmælisveisluna hans Hlyns og borðaði þar þessar líku fínu tertur sem Óli bakaði.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home