Sigríður Kristín Óladóttir

5.3.04

Nei ég held að ég gefi ekki út neina bók krakkar, en það er aldrei að vita. Veðrið er frábært núna. logn og blíða.

Í dag hefst UT ráðstefnan 2004 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Á UT2004 verður áhersla lögð á mannlegu hlið upplýsingatækninnar með því að skoða á hvaða hátt tæknin getur auðveldað kennurum að mæta kröfum nútímans. Fjallað verður um kennslufræði, siðferði, námsumhverfi, virkni nemenda og notkun upplýsingatækni í verklegri kennslu.

Ég ætla að sækja Hlyn á eftir og bruna svo í bæinn. Eftir ráðstefnuna í dag fer ég á námskeiðið í Flash í Tölvuskóla Kópavogs, við ætlum að vera þar fram eftir kvöldi. Þetta er í tenglsum við námið hjá mér, en ég er í 30 eininga framhandsnámi á Tölvu- og upplysingatæknibraut í KHÍ. Ég ætla því að gista hjá Þóru í nótt af því að ráðstefnan byrjar aftur kl. 9 í fyrramálið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home