Sigríður Kristín Óladóttir

3.7.04

Jarðarber

Í gær var dagur jarðarberjanna. Við Helga fórum á hjólum og tíndum 11 kg af jarðarberjum, ekkert smá. Fyrir þetta borguðum við u.þ.b. 1500 ísl. krónur. Svo hófst sultugerðin og þetta var ekkert lítið sem við framleiddum. Við byrjuðum á því að kaupa okkur 30 fallegar krukkur og fylltum þær allar. Við gerðum rifsberjahlaup og þrjár gerðir af jarðarberjasultum, daginn áður gerðum við rifsberjasultu og blöndu af rifs og kirsuberjum. Mömmu fannst að við værum gjörsamlega búnar að tapa okkur í sultugerðinni. Við sögðum henni að við ætluðum að tína meira af rifsberjum í Detmold og þar fáum við líka ókeypis krukkur.
Mér fannst mjög gaman að tína jarðarberin, þetta hef ég aldrei gert áður og Helga átti erfitt með að stoppa mig. Við lentum í mígandi rigningu á heimleiðinni, en eins og við segjum enginn er verri þótt hann vökni.

Núna erum við að fara til Munster og seinna í dag förum við Helga og Alex til Detmold í útskriftarveislu hjá finnsku vinkonu þeirra henni Pirijó sem á bæði rifs og krukkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home