Sigríður Kristín Óladóttir

4.8.04

Það er eins og vant er, ég lofa sífellt upp í ermina á mér og stend mig ekki í blogginu. Ég ætlaði að segja aðeins frá skólasystramótinu sem var haldið á Þingeyri 16.- 18. júlí.

Elsa og Helga komu að sækja mig rétt um klukkan 19 eða aðeins fyrr, fengu 10 dropa af kaffi á meðan ég henti í tösku. Reynir hennar Elsu kom með Toyotuna (Landcruser) og hafði bílaskipti og skildi eftir kerruna. Svo lögðum við af stað til Þingeyrar, mig minnir að klukkan hafi verið 19,20.
Ferðin gekk mjög vel, við stoppuðum í Búðardal og fengum okkur smá snæðing, stoppuðum svo nokkrum sinnum til að rétta úr okkur og auðvitað sungum við alla leiðina. Veðrið var alveg meiriháttar gott og fallegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home