Fríið búið
Ég hef ekkert skrifað í tæpa viku, en nú er fríið bara búið. Það er gott að vera hér en það verður líka mjög gott að koma heim.
Við vorum hjá Eveline og Jan um seinustu helgi og móttökurnar hjá þeim eru alltaf meiriháttar. Við fórum með lest á laugardeginum til Frankfurt og ég gat verslað bísna mikið þar og gerði góð kaup!!!
Í gær fórum við svo til Kölnar, en þangað hef ég aldrei komið áður. Veðrið var gott og við skoðuðum okkur svolítið um, sjá bloggið hennar Helgu en versluðum ekkert sem er ekki okkar stíll.
Við skoðuðum svo bæinn Gelsenkirken á heimleiðinni (ég fór aðeins út af réttri leið á kortinu)og komum til Coesfeld klukkan rúmlega átta, beint í stórveislu hjá Alex tengdasyni.
Í morgun fór ég svo aftur í skólann hjá Nínu, mætti þar klukkan 8 í enskutíma. Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Krakkarnir eru mjög stillt og prúð og dugleg í ensku, en þetta er fyrsta árið þeirra í ensku. Já, bæþövei Nína fékk einkunnirnar sínar í gær og hún stóð sig mjög vel í skólanum, fékk til að mynda 1 í ensku sem er sama og 10 hjá okkur.
Svo fórum við niður í bæ í last minute shopping, mér tókst að kaupa mér flotta skó og mamma keypti sælgæti, skinku og osta.
Í kvöld ætlum við svo út að borða, það er alltaf gaman. Á morgun keyrum við til Amsterdam, fljúgum til Keflavíkur, keyrum á Skagann og svo fer ég með Elslu Dóru akandi til Þingeyrar. Þetta verður ansi langt ferðalag og eins gott að ekki verði seinkun á fluginu;)
Við vorum hjá Eveline og Jan um seinustu helgi og móttökurnar hjá þeim eru alltaf meiriháttar. Við fórum með lest á laugardeginum til Frankfurt og ég gat verslað bísna mikið þar og gerði góð kaup!!!
Í gær fórum við svo til Kölnar, en þangað hef ég aldrei komið áður. Veðrið var gott og við skoðuðum okkur svolítið um, sjá bloggið hennar Helgu en versluðum ekkert sem er ekki okkar stíll.
Við skoðuðum svo bæinn Gelsenkirken á heimleiðinni (ég fór aðeins út af réttri leið á kortinu)og komum til Coesfeld klukkan rúmlega átta, beint í stórveislu hjá Alex tengdasyni.
Í morgun fór ég svo aftur í skólann hjá Nínu, mætti þar klukkan 8 í enskutíma. Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Krakkarnir eru mjög stillt og prúð og dugleg í ensku, en þetta er fyrsta árið þeirra í ensku. Já, bæþövei Nína fékk einkunnirnar sínar í gær og hún stóð sig mjög vel í skólanum, fékk til að mynda 1 í ensku sem er sama og 10 hjá okkur.
Svo fórum við niður í bæ í last minute shopping, mér tókst að kaupa mér flotta skó og mamma keypti sælgæti, skinku og osta.
Í kvöld ætlum við svo út að borða, það er alltaf gaman. Á morgun keyrum við til Amsterdam, fljúgum til Keflavíkur, keyrum á Skagann og svo fer ég með Elslu Dóru akandi til Þingeyrar. Þetta verður ansi langt ferðalag og eins gott að ekki verði seinkun á fluginu;)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home