Sigríður Kristín Óladóttir

5.8.04


Hvað er að gerast, teljarinn telur bara 2 núna, en var nokkur þúsund í gær?

Alex tengdasonur minn skipti í fyrradag um halogenperu á baðinu og í dag málaði hann litlu geymsluna, takk Alex. Við Helga skelltum okkur í bæinn til þess að kaupa pottahreinsiefni í heita pottinn.

Vestfjarðarferðasagakvennaskólastúlku 2. hluti

Annars er ég búin að ákveða að ferðasagan verður bara í smá bútum, það nennir hvort sem er enginn að lesa langt lesmál.
Við sem sagt komum heim til Ingibjargar 1/2 - 1 tíma eftir miðnætti. Þá voru Erla, Arndís, Þóra og Addý nýfarnar í íbúðina sem þær gistu í.
Ingibjörg bauð uppá frábæra fiskisúpu sem rann ljúflega ofaní okkur. Það kom skemmtilega á óvart að hún og Sigga dansa línudans og þær sýndu okkur nokkra skemmtilega dansa. Við sátum drúga stund og röbbuðum saman og svo fórum við í raðhúsið sem Ívar sonur Elsu og kona hans leigja. Við fórum svo að sofa og við Elsa vöknuðum um klukkan 9 og fórum þá út á tún í sólbað. Við töluðum aðeins við prestinn sem á heima í næsta húsi, það fór því miður fram hjá mér hvað hún heitir, en hún séra ? var bráðalmennileg kona. Morgunverður á að vera milli kl. 11 og 12 hjá Siggu þennan morguninn og fara á í óvissuferð klukkan 13.00.

Þetta er nóg í bili, Atli var að bjóða uppá ís, nammi namm.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home