Sigríður Kristín Óladóttir

1.10.04

Við vorum að fá launaseðlana okkar frá bænum, en við kennarar erum á fyrirframgreiddum launum og vorum búin að fá september greiddan. Þessi launseðill sem kom í dag hljóðar því uppá skuld. Sem betur fer var ég líka búin að eyða laununum, eins og flestir ef ekki allir kennarar.
Ég átta mig samt ekki alveg á útreikningunum, þann 1. sept fékk ég útborgað rúmlega 159 þúsund þ.e.a.s. fyrir allan mánuðinn, ég skulda bænum fyrir 20. - 30 sept og skuldin hljóðar uppá rúmlega 106 þúsund. Skiljið þið þetta? Bærinn gengur út frá því að ég hafi unnið fyrir 49,46% mánaðarlaunanna frá 1. - 19. sept. Mér finnst það of lág tala þótt tekið sé tillit til orlofs. Eruð þið ekki sammála mér?
Vonandi setja þeir þessa skuld ekki alveg strax í lögfræðiinnheimtu, úps!!

Atli er enn lasinn og ég var að byrja að hekla í verkfallsmiðstöðinni, ótrúlegt afrek, en ég þyki bara nokkur efnileg. Mig vantar samt heklunál nr. 6 til að geta haldi áfram. Léleg afsökun?
Helga ég gleymdi að segja þér að Atla finnst þú vera svo lík Oprah Winfrey, bara alveg eins nema hún er aðeins dekkri en þú.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home