Sigríður Kristín Óladóttir

14.10.04

Fór á fund í athvarfinu (skátahúsinu) í morgun, þar mættu 3 úr samninganefn okkar og fóru yfir stöðuna. Það er nákvæmlega ekkert að gerast þessa dagana og ég held svei mér þá að við verðum í verkfalli í mánuð í viðbót, en vissulega vona ég að semjist. Það er samt alveg kristalljóst að á meðan sveitafélögin koma ekki með meira fjármagn í þennan pakka þá verður ekki samið.
Góður punktur hjá Óla að í staðin fyrir að henda pening í þetta vonlausa kanttspyrnulandslið ætti KSÍ að gefa kennurum þessa peninga og styðja við bakið á þeim...

Ég talaði við Soffíu fasteignasala og hún talaði við kaupandann af húsinu mínu (sem ekki borgar mér) og ég er líka búin að tala við lögfræðing vegna innheimtuaðgerða. Kaupandinn segist ætla að borga um miðja næstu viku, gaman að vita hvort það stenst.

Eygló kom í kaffi og við fengum okkur karamellubragðefnacapputsínó, ótrúlega gott. Júlla tengdadóttir hennar lenti í hörðum árekstri þegar hún var að koma úr prófi í R.vík eftir hádegi í dag. Þetta var 3jabíla árekstur og bílinn þeirra Sigurþórs er gjörónýtur, en sem betur fer slasaðist Júlla og vinkona hennar ekki mikið.

Elsa Dóra vinkona hringdi áðan og ætlaði að bjóða okkur í mat á laugardagskvöldið, en þá erum við Þórður upptekin í vonandi gleði, gleði, gleði.

Undirbúningur fyrir haustmót línudansara er vel á veg kominn, mótið verður haldið laugardaginn 13.nóvember í Miðgarði. Allir línudansunnendur eru hjartanlega velkomnir, Óli Geir kennir nýja dansa frá kl. 12 - 18, svo verður fínn matur um kvöldið. Miðaverð aðeins 3.900, allt innifalið.
Við, Og Útlagarnir ætlum að hittast kl. 19,30 til að dansa og svo er ég ákveðin í að fara í pottinn í kvöld. Ég segi bara Lífið er dásamlegt, ekki satt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home