Sigríður Kristín Óladóttir

23.7.07

Danmerkuævintýrið okkar á enda er

Þá erum við lögð af stað heim. Á miðvikudagskvöldið fórum við á Bakkann í logni og blíðu. Það var gaman að koma þar einu sinni að kvöldi til, auk þess var línudans á Madam Blaa frá klukkan 19:00 til miðnættis. Óli senior var svo í heimsókn á fimmtudagskvöldið og áttum við skemmtilegt kvöld saman. Við sáum m.a. að hann hefur erft leikarahæfileika pabba síns, ekki orð um það meir. Eins og sumir vita þá var Hlöbbi stundum kallaður leikarinn í gamla daga.

Seinasta kvöldið okkar notuðum við svo í að fara í Tívolí í yndislegu veðri. Við vorum frekar þreytt eftir að pakka, raða í bílinn og þrífa og ákváðum að fá okkur að borða á veitingastaðnum Perlan. Það voru mistök þar sem svo mikið var að gera að þjónustan var afar léleg og maturinn svo til kaldur, en við létum okkur hafa það.

Við lögðum af stað frá K.höfn á laugardagsmorguninn klukkan 9:40. Óli var búin að segja okkur að vera tímalega á ferðinni þar sem mikil umferð yrði þessa helgi.

Við ákváðum að koma aðeins við á Sjálands Odda þó svo að það væri alls ekki í leiðinni. Málið var að við ætluðum að taka ferju yfir til Ebeltoft til þess að stytta keyrsluna. Klukkan 11:15 komum við á Oddann og þegar kom að okkur í miðasölunni vorum við spurð hvort við ættum pantað. Ha ... pantað sagði ég eins og fávís kona úr dreifbýlinu en svaraði svo sannleikanum samkvæmt. Nei við eigum ekki pantað.

En við keyptum miða þrátt fyrir að allt væri fullbókað allan daginn. Stúlkan fullvissaði okkur nefnilega um að við mundum örugglega fá far, við skyldum bara taka sjénsinn. Við ákváðum að freista þess og fórum í sjénsaröðina. Þegar þangað var komið sáum við að 15 – 20 bílar voru á undan okkur. Auðvitað áttum við að panta far eins og flestallir hinir, en það vissum við ekki og vorum auk þess búin að vera án nettengingar í nokkra daga. Léleg afsökun ekki satt!!!

Við pöntuðum ekki þegar við komum til Danmerkur í fyrra og sigldum frá Ebeltoft á sunnudegi en það gerðum við aftur á móti þegar við fórum til Ærö, en þá hefðum við ekki þurft þess. Hvernig á maður að vita hvenær á að panta og hvenær ekki?

Ferjan gengur á klukkutíma fresti, alltaf á heila tímanum. Við biðum spennt eftir næstu ferju og vonuðumst til að komast með henni eða þeirri næstu yfir. Siglingin yfir tekur 45 mínútur og svo er um 3ja tíma akstur frá Ebeltoft til Hanstholm, en þar áttum við að mæta klukkan 19.00 til að komast með Norrænu heim. Rétt fyrir klukkan 12 kom ferjan og við biðum spennt eftir að sjá hve margir bílar úr skemmtilegu röðinni okkar kæmust með. Vegna þess hversu troðið var í skipið fór það ekki fyrr en klukkan 12:15. Framhald á morgun.

1 Comments:

  • Óóóó þú ert alltaf með svo spennandi framhaldssögur...
    bíð spennt eftir næsta kafla :)

    By Blogger Karen, at 24/7/07 09:18  

Skrifa ummæli

<< Home