Sigríður Kristín Óladóttir

5.7.07

Góðir gestir og til hamingju með daginn Loftur!

Bogga, Loftur og Magga eru komin hingað til Kaupmannahafnar, þau komu á þriðjudaginn. Loftur Sveinsson, bróðir Þórðar á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn Loftur!

Bogga gistir hjá okkur í gestavindsængurrúminu (50 cm hátt) sem við fjárfestum í fyrir Atla og hana. Henni finnst meira að segja að hún hafi sérherbergi þar sem vindsængin er á bak við sófann í stofunni, Atli þú skilur þetta alveg af því að undrarúmið er á sama stað og þegar þú gistir hér, gott mál það.
Magga og Loftur gista aftur á móti á Admiral hótelinu.

Á þriðjudaginn byrjuðum við á að koma hingað til að fá okkur brauð og álegg, svo löbbuðum við niður í bæ í fínu veðri, sól og hita. Við skoðuðum auðvitað Den lille Havfrue í leiðinni og komum við í Nýhöfninni. Svo enduðum við daginn á að borða á Skindbuksen og fengum fínan mat sem Bogga bauð okkur uppá. Svo var farið snemma í rúmið af því að gestirnir voru orðnir þreyttir eftir langan dag. Þau flugu að heima klukkan 7 um morguninn.
Í gær eyddum við þessum fína degi í Tívolíi í blíðskaparveðri. Við vorum mætt þar fyrir hádegi og fórum svo aftur seint í gærkvöldi til að sjá það sem við áttum efir að skoða af garðinum og öll ljósin og vatns-og ljósasýninguna klukkan 23:30. Við keyptum okkur öll dagskort í tækin nema Þórður hann passaði farangur, tók myndir og horfði á. Loftur brosti út í eitt allan tímann og Bogga sem er 70 ára fór í öll stærtstu tækin og meira að segja tvisvar í Gyllta turninn, hún var svo sannarlega hetja dagsins. Hún vildi nefnilega sjá yfir K.höfn í gærkvöldi og sjá ljósadýrðina. Himnaskipið sem Óli var svo hræddur í bilaði því miður rétt áður en við komumst að í röðinni þannig að þau misstu af þeirri skemmtun. Bogga fór meira að segja í Dæmonen, stóra rússibanann og það sem meira er, hún gat alveg haft lokaðann munninn!!!!
Já og svo kom hún með þennan gullmola þegar við vorum vorum sloppin úr tækinu: "Ég þorði ekki að hafa opinn munninn af því að ég var svo hrædd um að missa út úr mér tennurnar" Ha ha ha!!!
Við borðuðum kvöldmat hjá okkur og fórum sem sagt aftur í Tívolí eftir kvöldmat. Á eftir ætlum við í Fisketorvet og svo hittum við afmælisbarnið og Möggu á Riobravo í kvöld. Ekki meira núna en allir biðja að heilsa héðan úr rigningunni.

4 Comments:

  • Það er aldeilis skemmtilegheit á ykkur :)
    Flott á því hún Bogga að skella sér í öll tækin, hún er meiri hetja en ég!

    By Blogger Karen, at 5/7/07 13:34  

  • Rosalega var gaman hjá ykkur og frábært að mamma skyldi fara í öll tækin, ég hefði aldrei þorað!!!!
    Kveðja frá Mæju og Kela

    By Anonymous Nafnlaus, at 5/7/07 18:40  

  • ohh hvad tad er gaman hja ykkur...

    bestu kvedjur og Loftur til lykke....

    kvedja
    Helga og co ad undirbua irsku daga i rigningu

    By Anonymous Nafnlaus, at 6/7/07 11:02  

  • við hérna á Hrófá biðjum að heilsa afmælisbarninu í gær og skemmtið ykkur vel gaman að heyra hvað tengdó er hugrökk kona ekki þyrði ég að fara í stóru tækin í Tivolí kær kveðja úr sól og 18 stiga hita á Hrófá Siggi,Ragnheiður,Þurý, Guðjón, Daði, Fannar og Carmen Rut.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6/7/07 11:18  

Skrifa ummæli

<< Home