Sigríður Kristín Óladóttir

26.6.07

Bornholm i dag!

Nú erum við búin að vera hér síðan á sunnudaginn og hér er yndislegt að vera. Við keyptum okkur sólarhrings kort og ferðuðumst mikið i gær med BAT vögnunum. Við fórum nánast um alla eyjuna og gengum i marga klukkutíma upp og niður hæðir og brattar brekkur. Það sem stóð uppúr i gær var að skoða Hammershus sem er nyrst á eyjunni. Þetta eru hallarrústir frá því um 1200. Höllin eða borgin var byggð á bjargi, 74 m yfir sjó og aðeins var ein fær leið landleiðina í borgina, sem sagt yfir brúna. Við stoppuðum i mörgum bæjum hér og skoðuðum það markverðasta í hverjum bæ.
Hótelið er frábært, herbergið okkar er á þriðju hæð með svölum og er með útsýni út á sjó. Morgunverðurinn er algjört æði, ég man varla eftir eins flottu og fjölbreyttu morgunverðarhlaðborði eins og boðið er uppá hér.
Vid fengum líka stærra herbergi en við pöntuðum og getum eldað ef við viljum hér!!!

Það er undarlegt hversu oft ég vígsla stöfum þegar ég tala, ég sagði t.d. Ég ætla í stugga snörtu o.s.frv. Ég var líka ad lesa fyrir Þórð úr einum bæklingnum í gær um hve fallegt sólsetur er í Hasle. Hvað haldið þið að ég hafi sagt i staðinn fyrir sólsetur? Sólsetur er solnedgang á dönsku.

Við fengum alveg frábæran mat í útskriftarveislunni hjá Óla senior. Veislan var haldin á pínulitlum stað sem heitir Fru Heidberg og er ekki langt frá okkur á Austurbrú. Takk fyrir siðast og takk fyrir okkur!

Veðrið hefur leikið við okkur hér, sól og blíða allan sunnudaginn og í gær. En í morgun var rigning og rok. Það er hætt að rigna, en við höldum okkur hér á hótelinu þar til lægir aðeins. Við förum öruggleg eitthvað á flakk eftir hádegi ef ekki fyrr.
Ekki meira núna, hafið það gott og við sendum bestu kveðjur frá Rønne.

3 Comments:

  • Mamma þú ert svo fyndin. Ég sé alveg hvað þú hefur sagt í staðin fyrir sólsetur :)

    Það getur verið svo svakalega gaman að ferðast þegar maður gefur sér einmitt tíma til þess að skoða allt það markverðasta á hverjum stað.

    Hafið þið það bara alveg æðislega gott í fríinu og við heyrumst seinna.

    B.kv. Þóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 26/6/07 09:06  

  • En hvað það er gaman hjá ykkkur, ekki amalegt að hafa svona flott morgunverðarhlaðborð.

    Ég segi bara eins og Þóra, hafið það gott í fríinu elskurnar,

    ykkar Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 26/6/07 09:20  

  • Takk fyrir stelpur mínar. Ég fékk kort í móttökunni til þess að komast á Netið hér í herberginu og er búin að breyta yfir í íslenskt letur.
    Ég breytti textanum aðeins í leiðinni!

    Maður er helmingi lengur að breyta þessu heldur en að skrifa allan textann uppá nýtt ;)

    By Blogger Frú Sigríður, at 26/6/07 09:43  

Skrifa ummæli

<< Home