Sigríður Kristín Óladóttir

16.6.07

Til hamingju með útskriftina!

Þá er aldeilis stór dagur í lífi margra í dag. Til hamingju með útskriftina elsku stelpur. Þóra er að útskrifast sem íslenskufræðingur, Karen sem mannfræðingur, Erna sem ljósmóðir og Elsa Dóra vinkona sem íslenskufræðingur með kennsluréttindi. Enn og aftur til hamingju stelpur og megið þið eiga góðan dag. Við óskum fjjölskyldum ykkar líka hjartanlega til hamingju.
Við verðum því miður fjarri góðu gamni í dag, en það hefði vissulega verið gaman að vera heima og fagna þessum stóra áfanga með ykkur.

Við höfum það nú samt mjög gott hér í Kaupmannahöfn. Sem betur fer hefur kólnað um a.m.k. 10 gráður, hitinn er um 20 stig.
Ég er búin í skólanum, tók munnlega prófið þann 12. júní og það gékk vel.
Atli er hjá okkur núna og við erum búin að hafa nóg að gera og gaman að hafa hann hjá okkur. Á þriðjudaginn eftir prófið fórum við til Helsingör og ætluðum að skoða Krónborgarkastalann, en vorum aðeins of sein. Við komum bara hálftíma fyrir lokun, þannig að við gengum um svæðið og fórum svo í bíltúr. Þann dag var svo heitt að best var að vera í loftkældum bílnum. Við fórum í Tívolí á miðvikudaginn og við Þórður fórum í öll stóru tækin og höfðum gaman af. Svei mér þá, við vorum eins og börn aftur. Ég held að ég megi fullyrða að ég var ekki eins hrædd og Óli var þegar hann fór um daginn, enda fædd hetja ha ha ha!
Á fimmtudaginn fórum við í Fiskitorfið og á Bakken og í gær skoðuðum við það sem við gátum skoðað af Rósenborgarhöll, það er verið að styrkja gólfin uppi þannig að við komumst ekki þangað. Ég verð bara að koma hingað aftur á næsta ári eða síðar til að skoða það sem ég á eftir að skoða af höllinni þar sem uppáhaldskóngurinn minn Christian den IV byrjaði að byggja 1606 og þar sem hann dó.

Í dag eru 17. júní hátíðarhöldin haldin hér á 5 ören á Amagerströnd, við ætlum að kíkja þangað þrátt fyrir alíslenskt veður, nú er rok og spáð er rigningu.

Hafið það sem allra best kæru vinir. Elsku útskriftarnemar og fjölskyldur þeirra megið þið eiga góðan dag!!

2 Comments:

  • Takk æðislega vel fyrir mig elsku Sigga og Þórður!!!
    Knús og kossar frá Mannfræðingnum :)

    By Blogger Karen, at 17/6/07 13:06  

  • Takk kærlega fyrir mig.
    Kv. Þóra, Íslenskufræðingur.

    By Anonymous Nafnlaus, at 18/6/07 12:26  

Skrifa ummæli

<< Home