Sigríður Kristín Óladóttir

2.5.07

Smá Sjálandshringur!

Í gær skelltum við okkur í bíltur, það var einkennilegt að mér fannst allan daginn að það væri sunnudagur. Þrátt fyrir að allar búðir væru opnar þar sem við stoppuðum. Við byrjuðum á því að aka til Frederikssund, stoppuðum þar og gengum um miðbæinn. Því næst ókum við til iðnaðarbæjarins Frederiksværk. Það fannst okkur mjög skemmtilegur bær, Þórður hafði á orði að hann gæti vel hugsað sér að flytja þangað einhvern tímann. Kanski af því að þar er sementsverksmiðja og fallegt landslag og alls ekki flatt. Við kíktum fyrst í miðbæinn, gengum svo í gegnum dimman skóginn upp að bátnum sem siglir líklega út á Arresø. Svo fórum við í garð þar í bænum á ekta 1. mai útihátíðarhöld. Þar voru ræðumenn og skemmtiatriði eins og heima. Socialdemokratarnir voru með bæklinga og ég talaði aðeins við þá og einn þeirra reif af sér merki flokksins sem hann gaf mér. Ég ætla að gefa mömmu það til minningar um Alþýðuflokkinn!!!

En eins og Óli Seníor sagði í kommenti, þá gengur 1. mai - Arbejdernes Internationale Kampdag hér í Danmörku aðallega út á að borða rauðar pylsur og drekka øl. Þannig að það var skemmtilegt að hitta á þessa samkomu í Frederiksværk.
Svo ókum við til Hundested og upp til Gilleleje svo Helsingør og heim. Mjög fínn túr sem tók okkur 7 tíma þrátt fyrir að hafa bara ekið rúmlega 200 km.

Við horfðum á Liverpool vinna leikinn í gærkvöldi, ég vona bara að þeir vinni meistarakeppnina. Danir eru aldeilis ánægðir með að þeirra maður Agger skoraði markið sem skorað var í leiknum áður en að vítaspyrnukeppninni kom.
Nú ætlum við að skreppa niður í bæ og athuga hvort við sjáum landsleikinn þar sem Íslendingar u. 17 ára keppa við Englendinga.

4 Comments:

  • Alltaf nóg skemmtilegt að gera hjá ykkur. Haldið áfram að njóta tímans hann á eftir að líða fljótt að stóra prófinu 21. og 22. maí og svo er þetta bara bráðum búið.
    Bestu kveðjur í góða veðrið hjá ykkur, kveðja Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 3/5/07 07:36  

  • Takk Helga mín, já satt er það, það verða próf fyrr en varir og svo þetta munnlega 12. júní gaman gaman ;)

    By Blogger Frú Sigríður, at 3/5/07 10:19  

  • Það er æðislegt hvað þið eruð dugleg að skoða ykkur um og skemmta ykkur :)
    Ég var líka á því allan þriðjudaginn að Það væri sunnudagur, þarf ekki mikið til að rugla í manni!

    By Blogger Karen, at 3/5/07 18:53  

  • Hæ ég sé að Þórður hefur verið á kíkja á myndir og takk fyrir að leiðrétta þessa rugluðu konu þ.e frú Ragnheiði allt gott héðan bless Ragnheiður

    By Anonymous Nafnlaus, at 4/5/07 12:46  

Skrifa ummæli

<< Home