Sigríður Kristín Óladóttir

1.5.07

Til hamingju með daginn Svenni!

Hann Sveinn Þórðarson, pabbi Þórðar á afmæli í dag. Við sendum okkar bestu afmælisóskir héðan frá Kaupmannahöfn. Vonandi verður þetta bjartur og skemmtilegur dagur.

Annars er allt gott að frétta héðan, lífið gengur sinn vanagang og tíminn bókstaflega flýgur áfram. Á sunnudaginn var "Dagur dansins" hér og við kíktum aðeins á Kóngsins Nýtorg og sáum danssýningu. Í gær fórum við í fiskbúðina sem íslendingar eiga á Falkoner Alle og stóðumst ekki freistinguna og keyptum okkur fisk. Þetta er sælkera-fiskbúð sem eingöngu býður uppá tilbúna fiskrétti, sem settir eru beint í ofninn eða á pönnuna. Við eigum eftir að kíkja á aðra fiskbúð í eigu Íslendinga sem er úti á Amager, hún er víst allt öðru vísi, alla vega er hægt að fá þar glænýja ýsu!

Á föstudaginn sem er frídagur hér, verðum við á löngum föstudegi í línudansi rétt sunnan við Køge. Það verður fróðlegt að sjá hvernig það verður, en vonandi verður það skemmtilegt og lærdómsríkt.
Við ætlum að skella okkur í bíltúr á eftir, kanski sjáum við einhvers staðar 1. mai skrúðgöngu á frídegi verkalýðsins. Já til hamingju með daginn og hafið það sem allra best.

3 Comments:

  • Það er náttúrulega "folkefest" í Fælledparken...allir með rauða pylsu og öl...

    Kveðja,
    Óli Seníor

    By Anonymous Nafnlaus, at 1/5/07 11:10  

  • Það var eins gott að maður var ekki þar, fór ekki allt úr böndunum þar áður en vanstillta liðið fór á Nørrebru og grýtti grjóti og flöskum í lögguna?

    By Blogger Frú Sigríður, at 2/5/07 13:06  

  • Nørrebro átti að standa þarna ;)

    By Blogger Frú Sigríður, at 2/5/07 13:09  

Skrifa ummæli

<< Home