Sigríður Kristín Óladóttir

19.4.07

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar kæru vinir.

Takk fyrir síðast Valli, Dóra og mamma. Ég setti hér nokkrar myndir sem teknar voru þegar þið voruð hér. Við höfum haft veislumat tvo daga í vikunni, á mánudaginn suðum við þennan líka fína fisk og á þriðjudaginn höfðum við smurt brauð með graflax, ekki dónalegt þetta.

Hér er sumardagurinn fyrsti ekki haldinn hátíðlegur eins og heima. Þórður stuepige, var meira að segja í þvottum í morgun sem oftast er ekki í frásögur færandi. Þegar hann var búinn að setja í vélarnar og ætlaði að borga til þess að setja þær af stað, fann hann ekki kortið (sem notað er til að borga með og koma vélunum af stað). Vélarnar eru í kjallara á nr. 33 en við búum í nr. 37 . Hann hljóp því út, upp, niður, inn og upp í íbúðina til þess að ná í kortið. En nei, hann fann bara alls ekki kortið góða, það var bara ekki á sínum stað. Þá var sest niður og spáð aðeins í hlutina og úps... kortið var í þvottahúsinu og í þvottavélinni!!!!! Þá var hann búinn að setja kortið í vasann á skyrtunni sinni og ákvað að setja skyrtuna í þvott en mundi ekkert eftir kortinu. En þetta bjargaðist allt.

Ég var í munnlegu prófi í morgun og í skriflegu í gær, gekk bara vel báða dagana og náði prófunum. Annars hefur þessi vika verið strembin í skólanum, þessi próf í gær og í dag og svo 3ja tíma kynning á PD3 prófinum sem verður í mai. Við höfum þess vegna verið í skólanum alla daga vikunnar og verðum líka á morgun. Annars allt gott, en nú er lítilsháttar rigning eftir sólina að undanförnu, það er bara gott fyrir gróðurinn hér.

Balthasar litli er með eyrnabólgu í báðum eyrum, vonandi batnar honum af lyfjunum sem hann fékk heima. Bestu kveðjur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home