Sigríður Kristín Óladóttir

12.5.07

Engin kosningavaka í Kaupmannahöfn??

Ég verð að segja að ég skil nú ekkert í þessu, en samkvæmt lauslegri athugun hjá mér er engin kosningavaka hér í Kaupmannahöfn. Getur þetta staðist?
Enn síður skil ég að Icelandair býður í partý í Ósló, reyndar ásamt Íslendingafélaginu þar en ekki hér í Kaupmannahöfn. Hvernig stendur á því???
Ekki getur þessi mismunun stafað af því að færri fljúga með Icelandair hingað???
Ég spyr eins og fávís kona úr dreifbýlinu sem skilur hvorki upp né niður í þessu.....

Er Þorgerður Katrín betri en aðrir spyr Óli á bloggsíðu sinni í gær? Dæmið hver fyrir sig.
Helga og fjölskylda eru að lenda í ömurlegri reynslu í sambandi við flutningana heim, mestu verðmætunum var stolið úr bílnum þeirra og það meira að segja með því að opna bílinn með lyklinum.

Gangi ykkur vel á lokasprettinum með ritgerðirnar elsku Þóra og Karen.

Annars allt gott héðan og auðvitað er lífið dásamlegt.
Hafið það gott á kjördegi og munið að kjósa rétt!!!

1 Comments:

  • Það var 100% kosningarþátttaka á heimilnu, þ.e. þeirra sem hafa kosningarétt. Við vorum í eurovision og kosningapartý hjá önnu og daniel, ég skildi Alex eftir og fór með þreyttan pilt í bólið. Nína er á sundmóti.

    Vonandi hafið þið fundið einhvern til að vera með á kosningavöku.

    kveðja í kotið
    Helga

    By Anonymous Nafnlaus, at 12/5/07 23:07  

Skrifa ummæli

<< Home