Sigríður Kristín Óladóttir

30.5.07

Til hamingju elsku Þóra!

Til hamingju með daginn elsku Þóra. Takk fyrir frábæra helgi kæra fjölskylda og vinir. Við ákváðum fyrir viku síðan að skreppa í óvænta heimsókn heim til Íslands. Við höfðum auðvitað erindi heim vegna þess að Þóra var að halda uppá útskrift úr HÍ og afmælið sitt sem er í dag. Það þarf ekki alltaf að vera langur tími til þess að eiga góðar samverustundir. Það eru 3 barnabörn mömmu að útskrifast úr háskólum í júní, Þóra í íslensku, Erna er orðin ljósmóðir og Óli senior er að klára viðskiptafræði í Kaupmannahöfn. Svo er Karen tengdadóttir að klára mannfræðina. Það er ekki dónalegt að vera valinn af mannfræðingi sagði Valur frændi minn, smart hjá honum ekki satt? Þannig að þetta er algjört metár í útskriftum.

En tíminn flaug frá okkur heima, maður trúir þessu ekki.
Núna erum við sem sagt komin í litlu íbúðina okkar hér í Køben og erum byrjuð að undirbúa ferðina á morgun þar sem áætlunarstaðurinn er Ærø. Fimm daga lúxus framundan,.... gaman gaman.

Bogga og hennar lið sigruðu alla í boccia í Keflavík í morgun, til hamingju með það. Svenni og hans félagar höfnuðu í fjórða sæti. Frábær árangur. Við komumst ekki einu sinni almennilega til Valla og Dóru, en svona er þetta bara!!!

Takk fyrir okkur og hafið það sem allra best.

3 Comments:

  • Til hamingju með hana Þóru þína og takk æðislega fyrir síðast.
    Rosa gaman að sjá ykkur og þó að ég viti að þið hafið það voða gott í köben þá er ekki laust við ég hlakki til að fá ykkur heim :)
    Hafið það gott í ferðalaginu!

    By Blogger Karen, at 31/5/07 11:53  

  • Takk fyrir síðast enn og aftur það var algjört æði að fá ykkur í heimsókn. Nú er það lúxusinn í Ærö, örugglega ekki slæmt þar. Góða skemmtun og gangi ykkur vel.

    bestu kveðjur
    HElga og fam..

    By Anonymous Nafnlaus, at 31/5/07 23:02  

  • Sæl Sigga mín og Þórður, já þetta er agalegt að hafa bara séð ykkur í mýflugumynd, helgina sem þið komuð svona óvænt til landsins. Svona er þetta , stór fjölskylda og lítill tími. Skemmtið ykkur vel í Ærö... er þar harmonikkufestival ? kveðja Dóra

    By Anonymous Nafnlaus, at 4/6/07 22:35  

Skrifa ummæli

<< Home