Sigríður Kristín Óladóttir

22.6.07

Steypa og útskrift í dag.

Það er verið að steypa sökkulinn eða grunninn hjá Helgu og Alex í dag. Til hamingju með það krakkar mínir!!

Óli Örn Hlöðvers er að útskrifast hér í Kaupmannahöfn í dag sem viðskiptafræðingur. Við óskum honum og fjölskyldu hans til hamingju. Við eigum eftir að gefa honum góða klemmu i kvöld þegar við mætum í útskriftarveisluna.

Við skruppum til Helsingborgar í gær, það var mjög fín ferð. Falleg borg þ.e.a.s. það sem við sáum af henni þessa fáu tíma sem vi stoppuðum þar. Við gengum þó upp í Karnan í Slottshagen þar í borginni. Þetta voru í allt yfir 320 tröppur og útsýnið var frábært þegar við vorum komin í þessa hæð.

Á sunnudaginn förum við til Borgundarhólms og verðum þar fram á miðvikudagskvöld. Við förum með lest og svo siglum við út í eyjuna. Við keyptum miða á netinu og borguðum fyrir þá 80 danskar krónur fram og tilbaka. Við eigum eftir að sjá hvort þessir miðar koma okkur alla leið, ef svo er þá er þetta alveg með ólíkindum. Ef til vill leigjum við okkur hjól og hjólum um eyjuna við ætlum að sjá til með það. En það eru vissulega ótalmöguleikar til að ferðast um þar.

Gunnþórunn og Halldór koma hingað á mánudaginn og verða hér í viku. Við hittum þau þegar við komum tilbaka frá Borgundarhólmi. Svo styttist í að Bogga, Loftur og Magga komi. Þau koma þann 3.júlí. Sigga Skúla og fjölsk. koma þann 4. júlí og verða á Jótlandi til 19. júlí. Við eigum örugglega eftir að kíkja til þeirra. Þannig að það er nóg að gera og við eigum bara eftir að vera hér í tæpan mánuð. Ekki meira í bili. Hafið það gott og góða helgi!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home