Sigríður Kristín Óladóttir

27.6.07

Vitlaust veður í dag!

Ja hérna það er bara eins og við séum komin heim í rammíslenskt haustveður, ausandi rigning og mér liggur við að segja stormur. Eftir athugun á veðurlýsingu hér á Bornholm, er stormur úti þessa stundina.
Við vorum að skila herberginu okkar og erum búin að gera upp. Við fréttum í móttökunni að hraðferjan sem við komum með hingað gengur ekki í dag. Við vorum aðeins 1 klukkutíma og korter að sigla hingað til Rönne frá Ystad í Svíþjóð. Þetta var svaka flott ferja sem sigldi á 40 hnúta hraða sem eru 74 km. hraði. Þegar við förum heim í dag tekur siglingin yfir til Svíþjóðar aftur á móti 3 klukkutíma, hraðferjan siglir ekki í svona mikilli ölduhæð sem er víst um 5 metrar ef ég hef skilið þetta rétt. Við komum því ekki til Kaupmannahafnar fyrr en seint í kvöld vegna þess að siglingin tekur jafn langan tíma og öll ferðin hingað tók á sunnudaginn. En þetta verður gaman, vonandi verðum við ekki ælandi og spúandi allan tímann ha ha ha, við erum eða vorum auðvitað vön veltingi frá því í gamla daga með Akraborginni.
Við ætluðum að ferðast í dag af því að við siglum ekki fyrr en 17:15, en eins og ég hef skrifað þá er ekki hundi út sigandi og ætlum við þess vegna bara að bíða hér á þessu fína hóteli þar til við förum. Ég fékk meira að segja nýtt kort til að komast á Netið hér í tölvunni minni.

Í gær stytti upp og við löbbuðum niður í bæ í fínu verðri, en við vorum hálfdösuð eftir alla gönguna á mánudaginn þannig að við fórum fljótlega aftur á hótelið og borðuðum hér á Di 5 Stauerne veitingastaðnum í gærkvöldi. Við fengum okkur Chateaubriand sem var auðvitað algjört æði.

Ég læt þetta duga í bili, við heyrumst.

2 Comments:

  • En glæsilegt hótelið ykkar, ekki af verri endanum heldur maturinn greinilega.

    Bogga kom áðan, nú fer að styttast í að þau kíki á ykkur í nokkra daga. Þau ætla að vera svo elskuleg að leyfa krökkunum hér að koma til sín á morgun, ég er á morgunvakt.

    Nú er veðrið hér líka eitthvað að breytast, ekki lengur sól og dúndur hiti. Maður var bara farinn að venjast þessu glæsiveðri.

    Koss og knús, hlakka til að heyra í ykkur aftur á skype, er á morgunv. á morgun þannig að það verður sennilega frekar föstud.

    ykkar Helga með Nínu, Balthasar, Hlyn, Atla, Alex og Óla...já það hefur aðeins fjölgað tímabundið á heimilinu, bara gaman af því

    By Anonymous Nafnlaus, at 27/6/07 13:16  

  • sæl Sigga min
    Nu er eg mætt herna a Badensvej og tad fer vel um okkur herna a gomlum slodum,
    'Eg kemst ekki inn a meilid mitt tad eru einhver vandamal med sorverinn kannske verdur tetta komid i lag a morgun. En annars hringjumst vid bara a.Vonandi hefur heimferdin gengid vel to hun hafi tekid timann sinn.
    Hlakka til ad sja tig og ykkur bædi.Gunnthorunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 27/6/07 20:12  

Skrifa ummæli

<< Home