Sigríður Kristín Óladóttir

18.10.04

Það er kominn vetur, kalt úti og allt er hvítt af snjó. Maður þarf að fara að huga að dekkjaskiptum, hér er stutt skoðanakönnun, hvað ætli dekkin séu stór á Hondunni minni? (15,16 eða 17 tommur?).

Helga, helgin var alveg frábær. Við fórum í Þjóðleikhúsið á föstudagskvöldið og sáum Edith Piaf, þetta var alveg stórkostleg sýning. Ekki skemmdi það að við fengum aukanúmer og framlengda sýningu. Þannig var að í hléi eða stuttu eftir að hléið byrjaði, fór Þórður niður á snyrtingu, það var nefnilega ekki karlaklósett uppi, bara kvenna. Á meðan hann var niðri fór brunavarnarkerfið af stað. Ég hélt fyrst að þetta væri hringing inn í sal, en þetta var alltof löng hringing til þess að það gæti verið. Svo kom í ljós að þetta var brunabjallan og það hvarflaði ekki að mér að hreyfa mig. Maður er alveg ónæmur fyrir brunabjöllum af því að það er ekkert að marka brunakerfið í skólanum. Það voru líka allir í kringum mig hinir rólegustu. Svo kom Þórður upp og sagði: Ég gerði þetta ekki!!!
Það hafði sem sagt kviknað í eldhúsinu og við fórum niður og svo út. Fljótlega kom svo hljómsveitin og Edith Piaf spiluðu og sungu úti. Veðrið var dásamlegt logn og blíða og fín stemning meðal áhorfenda og leikara. Það þurfti að reykræsta salinn og kjallarann og hléið sem átti að vera í 15 mín. stóð því alveg í 1 klukkutíma.
Á eftir fórum við svo á hótel Ísland (við gistum þar) og fórum niður á skemmtistaðinn. Þar náðum við rúmlega klukkutíma af dagskrá Ragnars Bjarnasonar, við heyrðum m.a. í Ragga, Borgardætrum og Skapta Ólafs. Hljómsveitin Lúdó og Stefán spilaði svo fyrir dansi á eftir. Það var stuð og fjör og við dönsuðum heilmikið, en eftir að dagskránni lauk fækkaði töluvert í húsinu. Blessað fólkið hefur verið orðið þreytt, enda komið vel við aldur. Okkur fannst við vera eins og börn innan um fólkið þegar við komum, þetta voru nefnilega aðallega fólk á aldri við Ragga Bjarna sem var fyrir stuttu 70 ára.

Á laugardeginum fórum við svo í morgunmat á hótelinu. Síðan í kaffi til Þóru og kíktum svo aðeins til Óla og Hlyns. Við fórum í Rúmfatalagerinn, þar sem Þórður verslaði kodda o. fl. Ég ætlaði að heimsækja mömmu, en þar sem hún var hjá Magga bróður þá hætti ég við að heimsækja hana. Eftir hádegi hvíldi ég mig, en Þórður skrapp út. Þóra kom svo um klukkan 18 til þess að mála mig, flott þjónusta ekki satt?
Þórður skrapp aðeins fram en kom inn þegar hún var búin að mála mig og ég búin að klæða mig í.... Þegar hann kom inn sagði hann: þetta er allt of þröngur kjóll Sigga mín!!!
Hann vissi að ég ætlaði að fara í kjól, en hafði ekki séð kjólinn. Við Þóra skellihlógum, ég var nefnilega bara komin í Magic slimmy undirkjólinn minn. Ég hefði sem sagt ekki fengið að fara með honum í þessum sexy kjól sem er reyndar líka mjög stuttur. Þetta sagði hann bara af því að hann var svo flottur í nýju jakkafötunum. Hann hefði skilið mig eftir á einhverju horninu á leiðinni á Sögu.
Ég var allavegana flott máluð og fín í fimmtán ára kjólnum mínum. Við vorum á borði númer 6. Það var mikið fjör við borðið okkar, þar sátu m.a. Silla og Eiki, Svala og Ingþór (foreldrar Svabba), Gunna og Tommi og Sveinbjörn og Margrét o.fl. Maturinn og skemmtunin öll var alveg frábær, eina sem var að var að hljómsveitin hætti að spila klukkan 2 en ballið átti að vera til klukkan 3 og þá komu rútur til að ferja fólk á hótel og uppá Skaga.

Ég fór aðeins að taka til í bílskúrnum í dag vegna þess að nú þarf maður að fara að setja drossíuna inn í skúr.

Já Atli er búinn að raka sig, ég tók að vísu ekki eftir því fyrr en við matarborðið í gærkvöldi, sorrý Atli. En þú ert flottur svona :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home