Sigríður Kristín Óladóttir

26.7.04

 
Helga mín þetta reddaðist með leikjanámskeiðið hjá Nínu, það var ekkert mál að skipta. Ég talaði við Jörgen í dag en ég verð samt að muna að hringja í skátahúsið eftir verslunarmannahelgi og láta vita.

Annars er allt gott að frétta, fín helgi og tíminn æðir áfram. Nýju húsgögnin eru komin á sinn stað og eru svo sannarlega glæsileg. 

23.7.04

Til hamingju með afmælið Alex

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Alex, hann á afmæli í dag.

Hjartanlegar hamingjuóskir Alex minn.

Annars er allt gott að frétta héðan af Skaganum. Já ég er komin á Skagann eftir Þýskalandsferðina og heimsókn til Þingeyrar á skólasystramót.  Það var aðeins 1/2 tíma stopp á Skaga þar sem ferðatöskurnar voru opnaðar og pakkað í smátösku fyrir Þingeyrarferðina.  Ég held að ég hafi verið prinsessa í fyrra lífi!!!! 

Síðasta helgi var yndisleg, meira um það á morgun. 

15.7.04

Fríið búið

Ég hef ekkert skrifað í tæpa viku, en nú er fríið bara búið. Það er gott að vera hér en það verður líka mjög gott að koma heim.

Við vorum hjá Eveline og Jan um seinustu helgi og móttökurnar hjá þeim eru alltaf meiriháttar. Við fórum með lest á laugardeginum til Frankfurt og ég gat verslað bísna mikið þar og gerði góð kaup!!!

Í gær fórum við svo til Kölnar, en þangað hef ég aldrei komið áður. Veðrið var gott og við skoðuðum okkur svolítið um, sjá bloggið hennar Helgu en versluðum ekkert sem er ekki okkar stíll.

Við skoðuðum svo bæinn Gelsenkirken á heimleiðinni (ég fór aðeins út af réttri leið á kortinu)og komum til Coesfeld klukkan rúmlega átta, beint í stórveislu hjá Alex tengdasyni.

Í morgun fór ég svo aftur í skólann hjá Nínu, mætti þar klukkan 8 í enskutíma. Þetta var mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Krakkarnir eru mjög stillt og prúð og dugleg í ensku, en þetta er fyrsta árið þeirra í ensku. Já, bæþövei Nína fékk einkunnirnar sínar í gær og hún stóð sig mjög vel í skólanum, fékk til að mynda 1 í ensku sem er sama og 10 hjá okkur.
Svo fórum við niður í bæ í last minute shopping, mér tókst að kaupa mér flotta skó og mamma keypti sælgæti, skinku og osta.
Í kvöld ætlum við svo út að borða, það er alltaf gaman. Á morgun keyrum við til Amsterdam, fljúgum til Keflavíkur, keyrum á Skagann og svo fer ég með Elslu Dóru akandi til Þingeyrar. Þetta verður ansi langt ferðalag og eins gott að ekki verði seinkun á fluginu;)

9.7.04

Bara nokkur orð til að segja ykkur að ég keypti mér flotta ferðatösku í gær. Núna loksins getur maður farið að versla!!! Ég hálffyllti hana í búðinni með þeim pokum sem ég var með, obb obb bobb.

Alex bauð okkur út að borða í gærkvöldi og við fengum ofsalega fínan og góðan mat, við Alex fengum okkur uppáhaldsmatinn okkar Chatubriand, steiking English eins og sagt er hér í þýskalandi. Þetta var alveg pörfekt hjá þeim, steikingin und alle. Buffaði ömmu aðeins með því að segja henni frá snilldarhugmynd Óla um að kaupa allt sem mig langar til, eyða öllum peningunum og taka svo bara lán fyrir restinni.

Í gær var frábært veður hér, en núna er dumbungur sem er bara fínt, vegna þess að við leggjum af stað til Hausenstamm eftir hádegi og loftkælingin í bílnum þeirra er kanski biluð. Hún virkaði samt fínt þegar við vorum að fara til Oberhausen, en þá var sól og 28 stiga hiti.

Núna eru Írskir dagar byrjaðir á Akranesi og ég óska ykkur góðrar skemmtunar, það er alltaf gaman þessa helgi á Skaganum, en gangið hægt um gleðinnar dyr og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera.

8.7.04

Til hamingju með 4 ára brúðkaupsafmælið, Helga og Alex.

Við Helga og mamma fórum í gær til Oberhausen í stóru verslunarmiðstöðina CentrO sem er Kringlan þeirra hér í nágrenninu. Við versluðum smá (bara lítið)og borðuðum þar og komum ekki heim fyrr en klukkan 21,30.

Í morgun fór ég svo að skoða skólann hennar Nínu og sat þar eina kennslustund í þýsku. Þar lærði ég nokkur nafnorð og pronomen eða furwort (er, sie, es, ihr). Það átti að vera kennslustun í ensku og sungu krakkarnir fyrir mig á ensku, þetta var mjög skemmtilegt. Skólinn sem Nína er í er aðeins fyrir nemendur í 1. - 4. bekk og er ekki stór. Skólinn er gamall og það er greinilega ekki eins mikið lagt í umbúðirnar (bygginguna sjálfa) eins og við erum vön á Íslandi. Krakkarnir voru mjög góð og dugleg að læra nema tveir strákar sem voru umsvifalaust sendir út til að hlaupa einn hring í kringum skólann til kælingar.

Við ætlum að ganga niður í bæ þegar Nína er búin að læra í dag og kanski kaupi ég mér ferðatösku!!

7.7.04

Ég er hætt að skrifa titla af því að ég kem þeim ekki út.
En ég gleymdi að segja að í gær voru 30 ár síðan við Atli Þór Helgason giftum okkur og á morgun eru 4 ár síðan Helga og Alex giftu sig.

Það er alltaf nóg að gera hér hjá okkur í Þýskalandi. Í gær fórum við í dýragarð í frábæru veðri og það var mjög gaman. Þessi garður var í um það bil 20 km fjarlægð rétt hjá bænum þar sem Alex vinnur. Við Helga erum duglegar að ganga á morgnana, en í morgun þegar ég kom niður brá mér í brún, vegna þess að á eldhúsborðinu var miði sem ritað var á: fór með Alex á spítala, kveikið á kaffikönnunni....
Ómægad hvað ætli hafi komið fyrir hugsaði ég hálfskelfd. En eftir smástund kom Helga heim og þá sagði hún mér að Alex hafði lent í hjólaslysi. Hann virti ekki stöðvunarskyldu og lenti í árekstri við 12 ára strák, Alex var auðvitað á mikilli ferð og báðir duttu þeir. Strákurinn fór að gráta, en slasaði sig ekki mikið, hruflaðist sam eitthvað. Alex meiddi sig aðallega á handarbakinu og hruflaði sig auk þess líka á fótum. Hann var að koma heim og var sem betur fer ekki brotinn, en sauma þurfti 4 spor í höndina. Heppinn þar Alex tengdasonur!

Við erum að hugsa um að fara til Eveline og Jan um helgina og leggjum þá af stað á föstudag eftir hádegi. Það verður gaman að heimsækja þau og kíkja til Frankfurt. Kanski förum við líka til Kölnar það er aldrei að vita.

Ég fékk bréf frá frænku okkar í Kanada þar sem hún biður mig að senda sér : „Coat of arms or crest“ Mér dettur í hug að þetta sé einhver ættartala eða e-ð svoleiðis. Þóra eða einhver sem er betri en ég í ensku hjjááálllppp!!!!!
Allavega ef einhver skilur þetta þigg ég þýðingu með þökkum.

Óli þú verður að koma nýja íbúanum fyrir kattarnef, samt ekki Skvísunef af því að hún má ekki koma heim til mín, sorrý Þóra. Hvað koma út úr þessu með fótinn og gifsið Óli?

5.7.04

Engin viðbrögð Óli?

Við erum búnar að fara til Detmold í útskriftarveisluna hjá Pirijó. Þetta var upplifelsi, en ekki líkt þeim veislum sem við erum vön. Ég var ellismellurinn í þessari veislu sem var svona heldur dauf, enginn gítarleikur, enginn söngur, engar ræður, engir leikir en nóg að borða og drekka. Þið getið kíkt á bloggið hennar Helgu til að sjá nánar um ferðina.

Alex bónaði bílinn eftir að við komum heim í gær og er bílinn eins og nýr.

Atli reyndist sannspár með Evrópumeistarana, hann spáði Grikkjum sigri. Var þetta veðmál Atli? Annars fannst mér undanúrslitaleikirnir ferlega leiðinlegir og ég er á því að „réttu" liðin komust greinilega ekki áfram. Ég hélt líka með Portúgölum í gær og það virðist vera þannig að þau lið sem ég held með tapa alltaf.

Helga er að spá í að halda upp á afmælið sitt um verslunarmannahelgina hvernig líst ykkur á það? Við ætlum að kíkja í gardínu- og dúkabúð á eftir. Það rigndi í morgun og við Helga fórum ekki í göngu, við förum seinna í dag.



3.7.04

Óli hvað á ég að gera til að publisha fyrirsögnunum?

Jarðarber

Í gær var dagur jarðarberjanna. Við Helga fórum á hjólum og tíndum 11 kg af jarðarberjum, ekkert smá. Fyrir þetta borguðum við u.þ.b. 1500 ísl. krónur. Svo hófst sultugerðin og þetta var ekkert lítið sem við framleiddum. Við byrjuðum á því að kaupa okkur 30 fallegar krukkur og fylltum þær allar. Við gerðum rifsberjahlaup og þrjár gerðir af jarðarberjasultum, daginn áður gerðum við rifsberjasultu og blöndu af rifs og kirsuberjum. Mömmu fannst að við værum gjörsamlega búnar að tapa okkur í sultugerðinni. Við sögðum henni að við ætluðum að tína meira af rifsberjum í Detmold og þar fáum við líka ókeypis krukkur.
Mér fannst mjög gaman að tína jarðarberin, þetta hef ég aldrei gert áður og Helga átti erfitt með að stoppa mig. Við lentum í mígandi rigningu á heimleiðinni, en eins og við segjum enginn er verri þótt hann vökni.

Núna erum við að fara til Munster og seinna í dag förum við Helga og Alex til Detmold í útskriftarveislu hjá finnsku vinkonu þeirra henni Pirijó sem á bæði rifs og krukkur.

1.7.04

Ég gleymdi að segja að pabbi hefði orðið 79 ára í dag, væri hann á lífi en hann dó svo ungur eða þann 7.mai 1976.

Real tekin út!

Það gekk vel að versla í gær, ég var ekki lengi að ákveða mig og skella mér á nokkrar flíkur. Veðrið var líka alveg frábært sól eftir klukkan 14 og 24 stiga hiti.
Í morgun fórum við Helga í gönguferð og fyrir hádegi fórum við svo í Real eða Ríl eins og Helga skrifar. Maður varð ekki fyrir vonbrigðum með þessa verslun, sem er að mínu mati stærri en í Detmold. Mér fannst hún samt minni þegar ég kom inn í hana, en líklega er ég alveg búin að gleyma hvað Detmoldar-Real var stór.
Veðrið er ekki eins gott eins og í gær, tæplega 20 stiga hiti og skýjað en það er nú í fínu lagi.

Við fengum fullt fat af kirsuberjum áðan sem eigandi hússins hafði tínt úr stóra trénu fyrir utan eldhúsgluggan hjá okkur. Hann þurfti að binda stærðar stiga við tréð til þess að ná berjunum, vegna þess að tréð er margir metrar á hæð.

Núna ætlum við Helga að fara út í garð að tína rifsber sem eru orðin alveg rauð þannig að við verðum að nota hleypiefni í rifsberjahlaupið sem við ætlum að gera.

Óli prinsessa er búin að setja kommentakerfi hjá mér, takk Óli minn.