Ævintýraleg sigling heim
Um leið og við vorum komin út úr höfninni byrjaði þessi líka mikli veltingur, við höfum aldrei upplifað annað eins. Skipið valt ekki bara upp og niður heldur líka til hliðar, skiljið þið hvað ég meina? Fólk byrjaði strax að æla í kringum okkur, sem betur fer sá ég bara eina konu æla en heyrði í öllum hinum. Þórður sá aftur á móti miklu fleiri æla af því að hann snéri þannig. Ölduhæðin var 20 metrar, ég hef aldrei séð annað eins. Við sigldum inní sumar öldurnar, þetta var bara eins og skipið hefði fengið á sig brot. Ég segði ósatt ef ég héldi því fram að ég hafi ekki verið hrædd, maður var alveg á nálum allan tímann. Siglingin tók tæpa 4 klukkutíma í stað 2,5 og þeir klukkutímar voru svo sannarlega ekki fljótir að líða!!!
Þvílíkur munur á siglingunni til Bornholms sem tók 1 tíma og 15 mín. í spegilsléttum sjó og svo á þessari glæfrasiglingu. Ég er eiginlega mest hissa á því að þeir skyldu hafa lagt af stað í þessum öldugangi. Ég veit ekki hvað brotnaði mikið af leirtaui hjá þeim um borð, en það var pottþétt einhverjir tugir diska og glasa sem fóru í mask.
En mikið vorum við fegnin að komast í land eftir þessa löngu sjóferð.
Núna ætlum við að skipta hjálminum fyrir Óla og svo förum við að kaupa inn og undirbúa kvöldmatinn af því að Gunnþórunn og Halldór sem við vorum með frá því um hádegi í gær og fram á kvöld ætla að koma í mat til okkar í dag.
Ég segi ykkur seinna frá því hvernig gekk með miðana okkar ha ha ha!!