30.9.06
24.9.06
Veskið góða!!!
Nei, röng tilgáta, ég átti ekki veskið!!! Við Þórður vorum bara með einn bakpoka, takið eftir því. Það kom í ljós við athugun að færeyska frænkan átti veskið. Reynir hringdi því í konuna og sagði henni að á óskiljanlegan hátt var þetta veski komið með okkar farangri. Konan kom og sótti veskið og við löbbuðum sæl, svöng og glöð út í sólina. Við fórum Strikið og ákveðið var að fá sér smásnæðing. Rétt áður en við komum að matsölustaðnum var hringt í Reyni. Þetta var konan góða! Ekki tókuð þið líka bakpoka sem þið eigið ekki??? Nei það getur ekki verið sagði Reynir. Hvað er að gerast sögðum við, heldur hún að við séum þjófar eða hvað?
Við funduðum um farangurinn og úps...hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Jú, tveir bakpokar höfðu óvart komið með okkur í leigubílunum, í stað eins!!!! Þetta var alveg óskiljanlegt og alls engin hefndarráðstöfun. Ekkert okkar skilur hvernig stóð á þessu, því ekki tókum við þennan aukafarangur með!!! Hvað ætli konu kindin hafi haldið? Við ákáðum samt að skrifa þessi mistök á Þ... og R...., okkur fannst þeir líklegastir, nema huldufólk eða álfar hafi verið með okkur í för. Konan mátti því koma aftur til að sækja bakpokann!!
Föstudagurinn 15. afmælisdagur Elsu var alveg frábær, veðrið eins og best var á kosið. Við löbbuðum hingað heim, skoðuðum Den lille havfrue og fleiri merkisstaði, og sáum m.a. konunglegu skútuna Dannebro. Við fengum okkur svo síðbúinn froskost, og vorum hér frá því um klukkan 17:00 til miðnættis. Það þarf ekki að taka það fram að við skemmtum okkur alveg frábærlega. Svo fórum við á Old English og hlustuðum þar á skemmtilega trúbadora. Það varð því ekkert úr því að fara fínt út að borða þann dag, í staðinn fórum við út að borða á laugardagkvöldið. Við fórum þá í Tívolí á Hereford Beefstouw, úhaaa þar var svo heitt, tsss... tsss... við vorum alveg í svitabaði við að borða. Ég þarf svo að setja myndir frá þessari frábæru helgi hið fyrsta.
Óli frændi og Stína voru hjá okkur í fyrrakvöld og áttum við mjög skemmtilega kvöldstund saman. Óli sagði m.a. núúú.... notið þið flöskustadívið fyrir plastpoka?? Við vissum ekki að þetta væri fyrir flöskur, héldum að það væri fyrir plastpoka og reyndum með erfiðsmunum að troða plastpokum í apparatið og fengum m.a.s. rispur á hendur við athöfnina. Þetta erum við Þórður í hnotskurn, ekki satt???
Óli tók myndir af plastpoka-flöskustandi okkar sem ég set ef til vill hér inn síðar.
Ég var í skólanum allan fimmtudaginn og föstudaginn og var það mjög gaman, svo er bara að drífa sig í að vinna heimavinnuna. Við Þórður byrum í dönskunáminu á morgun. Nú er 25 stiga hiti úti. Við ætlum í göngutúr og ef til vill förum við á kaffihlaðborð í Jónshúsi á eftir. Á morgun lokar Tívolíið en opnar aftur þann 13. okt. þegar Halloween í Tívolí byrjar. Við skreppum kanski í kvöld og lítum á fjörið og flugeldasýninguna.
Ekki meira núna, bestu kveðjur :)
Við funduðum um farangurinn og úps...hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Jú, tveir bakpokar höfðu óvart komið með okkur í leigubílunum, í stað eins!!!! Þetta var alveg óskiljanlegt og alls engin hefndarráðstöfun. Ekkert okkar skilur hvernig stóð á þessu, því ekki tókum við þennan aukafarangur með!!! Hvað ætli konu kindin hafi haldið? Við ákáðum samt að skrifa þessi mistök á Þ... og R...., okkur fannst þeir líklegastir, nema huldufólk eða álfar hafi verið með okkur í för. Konan mátti því koma aftur til að sækja bakpokann!!
Föstudagurinn 15. afmælisdagur Elsu var alveg frábær, veðrið eins og best var á kosið. Við löbbuðum hingað heim, skoðuðum Den lille havfrue og fleiri merkisstaði, og sáum m.a. konunglegu skútuna Dannebro. Við fengum okkur svo síðbúinn froskost, og vorum hér frá því um klukkan 17:00 til miðnættis. Það þarf ekki að taka það fram að við skemmtum okkur alveg frábærlega. Svo fórum við á Old English og hlustuðum þar á skemmtilega trúbadora. Það varð því ekkert úr því að fara fínt út að borða þann dag, í staðinn fórum við út að borða á laugardagkvöldið. Við fórum þá í Tívolí á Hereford Beefstouw, úhaaa þar var svo heitt, tsss... tsss... við vorum alveg í svitabaði við að borða. Ég þarf svo að setja myndir frá þessari frábæru helgi hið fyrsta.
Óli frændi og Stína voru hjá okkur í fyrrakvöld og áttum við mjög skemmtilega kvöldstund saman. Óli sagði m.a. núúú.... notið þið flöskustadívið fyrir plastpoka?? Við vissum ekki að þetta væri fyrir flöskur, héldum að það væri fyrir plastpoka og reyndum með erfiðsmunum að troða plastpokum í apparatið og fengum m.a.s. rispur á hendur við athöfnina. Þetta erum við Þórður í hnotskurn, ekki satt???
Óli tók myndir af plastpoka-flöskustandi okkar sem ég set ef til vill hér inn síðar.
Ég var í skólanum allan fimmtudaginn og föstudaginn og var það mjög gaman, svo er bara að drífa sig í að vinna heimavinnuna. Við Þórður byrum í dönskunáminu á morgun. Nú er 25 stiga hiti úti. Við ætlum í göngutúr og ef til vill förum við á kaffihlaðborð í Jónshúsi á eftir. Á morgun lokar Tívolíið en opnar aftur þann 13. okt. þegar Halloween í Tívolí byrjar. Við skreppum kanski í kvöld og lítum á fjörið og flugeldasýninguna.
Ekki meira núna, bestu kveðjur :)
20.9.06
Heimsókn hingað.
Það er óhætt að segja að tíminn líður hratt, helgin var liðin áður en maður vissi af. Den dejlige Danmark tók svo sannarlega vel á móti Elsu, Reyni, Eygló og Gilla, fyrst við Þórður á Kastrup með bros á vör og svo var veðrið ekki dónalegt, sól og rúmlega 20 stiga hiti. Eftir kossa og klemmur var ákveðið að halda í stórum taxa á "lavilla" sem var heimagisting sem þau höfðu pantað. Farið var inn um svart hlið sem var á hárri svartri girðingu, fyrir innan blasti við timbur og drasl sem fylgir byggingaframkvæmdum. Við gengum áfram og komum að verönd með 2 þreyttum tréborðum og stólum, opið var inn í setustofu og eldhús. Við kölluðum og bönkuðum og eftir stutta stund kom sveittur færeyskur maður og sagði: Konan ekki heima, ég hringja, ég hringja. Hann hringdi og sagði rennsveittur með titrandi röddu, stór hópur er kominn!! Svo sagði hann okkur að bíða konan kemur fljótt, bara fá kaffi, bara fá kaffi. Við helltum uppá og fengum okkur kaffi, bætt með góðum bragðefnum þar sem engin mjólk var í boði!! Svo kom konan og kom þá í ljós að aðeins eitt lítið 2ja manna herbergi var laust hjá henni. Þetta var alls ekki skv. tölvusamskiptum hennar og Reynis. Hún hafði misskilið afpöntun sem henni hafði borist frá einhverjum, hélt að 4 hefðu afpantað en ekki einn úr 4 manna hópi. Henni láðist alveg að láta Reyni vita af þessu. Nú voru góð ráð dýr, konan ætlaði að athuga hvort hún gæti fært hjón úr herbergi í hjólhýsið, hún sagði: þau verða glöð með að þurfa að borga lítið!!! Hún náði ekki í þetta fólk, en sýndi stelpunum hjólhýsið og bauð þeim gistingu þar fyrir 100 kall, þvílík móðgun liggur mig við að segja eftir lýsingu þeirra á gististaðnum. Konan sagði okkur að hún þyrfti að fara á haugana, það tæki svona hálftíma, haldið að það sé nú!! Hún spurði hvort við mundum bíða, við játtum því og ákveðið var að athuga hvað við gætum gert í stöðunni. Við höfðum þann möguleika, að Eygló og Gilli gistu á sófanum hjá okkur og Elsa og Reynir væru þarna við Kastrupvej.
Við sáum að þarna var verið að stækka húsnæðið og að tvær færeyskar frænkur eiginmannsins voru við byggingarvinnuna, líklega óvanar slíkri vinnu. Elsa tók út þakkantinn og hún hefði getað tekið vinnufólkið í kennslustund í hvernig á að ganga frá þakkanti!!
Nú voru góð ráð dýr, öll hótelherbergi í borginni voru upptekin vegna sykursýkislæknaráðstefnu. Gilli hringdi í systurdóttur sína sem býr hér og eins og fyrir galdra eða kraftaverk gat hún útvegað þeim glæsilega kristilega íbúð við Ráðhústorgið, hugsið ykkur heppnina. Þegar konan kom úr haugaferðinni sögðum við henni að búið væri að útvega íbúð þar gátu þau öll verið. Konan sagði að það væri bara fínt, en krafðist þess þó að Reynir borgaði eina nótt fyrir herbergið, þetta var alveg óskiljanlegt þar sem hún gerði þessi mistök með bókunina. Ég dáðist að jafnaðargeði og kurteisi Reynis, hann borgaði konunni og við ákváðum að taka okkar dót og fara niður í bæ. Við tókum tvo leigubíla , í fyrri bílinn fórum við vinkonurnar og Gilli, en Reynir og Þórður í seinni bílinn. Við komum eiginlega á sama tíma og þegar við tókum farangurinn úr skottinu á bílnum sem Reynir og Þórður voru í kom í ljós að í skottinu var óvart komið svart dömuveski!!! Úps, hugsaði ég, Elsa er með sitt veski, ætli einhver hafi gleymt þessu í leigubílnum. Nei sögðu strákarnir R. og Þ. þetta var á stéttinni þar sem við biðum eftir leigubílunum. Jæja við fórum upp í þessa frábæru íbúð sem þau fengu og kíktum í veskið og hver haldið þið að hafi átt veskið?
Framhald síðar, bestu kveðjur.
Við sáum að þarna var verið að stækka húsnæðið og að tvær færeyskar frænkur eiginmannsins voru við byggingarvinnuna, líklega óvanar slíkri vinnu. Elsa tók út þakkantinn og hún hefði getað tekið vinnufólkið í kennslustund í hvernig á að ganga frá þakkanti!!
Nú voru góð ráð dýr, öll hótelherbergi í borginni voru upptekin vegna sykursýkislæknaráðstefnu. Gilli hringdi í systurdóttur sína sem býr hér og eins og fyrir galdra eða kraftaverk gat hún útvegað þeim glæsilega kristilega íbúð við Ráðhústorgið, hugsið ykkur heppnina. Þegar konan kom úr haugaferðinni sögðum við henni að búið væri að útvega íbúð þar gátu þau öll verið. Konan sagði að það væri bara fínt, en krafðist þess þó að Reynir borgaði eina nótt fyrir herbergið, þetta var alveg óskiljanlegt þar sem hún gerði þessi mistök með bókunina. Ég dáðist að jafnaðargeði og kurteisi Reynis, hann borgaði konunni og við ákváðum að taka okkar dót og fara niður í bæ. Við tókum tvo leigubíla , í fyrri bílinn fórum við vinkonurnar og Gilli, en Reynir og Þórður í seinni bílinn. Við komum eiginlega á sama tíma og þegar við tókum farangurinn úr skottinu á bílnum sem Reynir og Þórður voru í kom í ljós að í skottinu var óvart komið svart dömuveski!!! Úps, hugsaði ég, Elsa er með sitt veski, ætli einhver hafi gleymt þessu í leigubílnum. Nei sögðu strákarnir R. og Þ. þetta var á stéttinni þar sem við biðum eftir leigubílunum. Jæja við fórum upp í þessa frábæru íbúð sem þau fengu og kíktum í veskið og hver haldið þið að hafi átt veskið?
Framhald síðar, bestu kveðjur.
Til hamingju Valli!
Hann á afmæli í dag hann Valli bróðir. Hjartanlegar hamingjuóskir sendum við héðan frá Kaupmannahöfn Valli minn.
Sendum Ernu dóttur hans líka síðbúnar afmæliskveðjur, en hún átti afmæli þann 18. sept.
Sendum Ernu dóttur hans líka síðbúnar afmæliskveðjur, en hún átti afmæli þann 18. sept.
14.9.06
Töpuð færsla
Hvað ætli hafi gerst hjá mér? Ég var búin að skrifa heilmikið og með ballettmyndinni úr Tívolí, en þetta skilaði sér ekki þegar ég publishaði, pirrandi!!
Bara nokkrar línur í staðinn, við fórum í Tívolí á sunnudaginn. Þetta var hin ágætasta skemmtun, veðrið alveg frábært og fín skemmtidagskrá. Við fórum reyndar ekki í eitt einasta tæki, það bíður betri tíma. Það kom í ljós að ég er enn djúsí og eftirsóknarverð fyrir mýið eða moskítókvikindin, vegna þess að ég var bitin í handlegginn sem hefur verði rauður og bólginn síðan. Ég sem hélt að ég væri orðin baneitruð og óspennandi eftir Mílanóævintýrið, en svo er víst ekki.
Í gær fórum við í KISS (Köbenhavns Intensive Sprogskole) og erum nú búin að inntita okkur í þann skóla. Við byrjum 25. september, þetta verður örugglega bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Síðustu tvo daga hefur verið mjög heitt hérna um 25°, nú er hitinn kominn í 17° og það á eftir að hitna þegar líður á daginn. Elsa og Eygló ásamt mökum koma um hádegi í dag, þannig að það verður fjör hjá okkur um helgina.
Hafið það sem best, kærar kveðjur frá K.höfn.
Bara nokkrar línur í staðinn, við fórum í Tívolí á sunnudaginn. Þetta var hin ágætasta skemmtun, veðrið alveg frábært og fín skemmtidagskrá. Við fórum reyndar ekki í eitt einasta tæki, það bíður betri tíma. Það kom í ljós að ég er enn djúsí og eftirsóknarverð fyrir mýið eða moskítókvikindin, vegna þess að ég var bitin í handlegginn sem hefur verði rauður og bólginn síðan. Ég sem hélt að ég væri orðin baneitruð og óspennandi eftir Mílanóævintýrið, en svo er víst ekki.
Í gær fórum við í KISS (Köbenhavns Intensive Sprogskole) og erum nú búin að inntita okkur í þann skóla. Við byrjum 25. september, þetta verður örugglega bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Síðustu tvo daga hefur verið mjög heitt hérna um 25°, nú er hitinn kominn í 17° og það á eftir að hitna þegar líður á daginn. Elsa og Eygló ásamt mökum koma um hádegi í dag, þannig að það verður fjör hjá okkur um helgina.
Hafið það sem best, kærar kveðjur frá K.höfn.
9.9.06
Skólinn og Skessuhorn
Þá er skólinn byrjaður og þetta lítur allt vel út. Skipulagið er þannig að skólasókn er ekki mjög mikil, námið byggist meira á verkefnavinnu heima. Þetta hentar mér ágætlega og nú er ég mest að spá í að koma mér líka í sérstakt dönskunám.
Tíminn flýgur áfram, það er ótrúlegt en satt, að það er alveg að vera kominn einn mánuður síðan við lögðum af stað að heiman. Við göngum mikið hér og erum alltaf eitthvað að útrétta, síðast í sambandi við bankareikninga, danskan netbanka og leigusamtök. Sem sagt, við höfum haldið okkur á rólegu nótunum að undanförnu og lítið hefur verið um óvæntar uppákomur. Við höfum verið að þrífa ýmsa hluti hér í íbúðinni sem eru eða réttar sagt voru grútskítugir og fremur tímfrekir í þrifum, má þar til dæmis nefna rimlahurðir á fataskápum og trérimlagardínur. Okkur fannst við vera komin í hálfgerða hausthreingerningu, ekki getum við sagt jólahreingerningu á þessum árstíma!!!
Hér í íbúðinn er gaseldavél og ég kann mjög vel við að nota gas. Ég held nærri því að ég muni velja gas þegar kemur að endurnýjun á eldhúsinu heima.
Við erum nú áskrifendur að Skessuhorni og lesum hverja línu í því þegar það kemur, það kom í morgun, en seinast fengum við blaðið á föstudegi.
Næsta fimmtudag fáum við góða gesti, en það eru vinkonur mínar þær Elsa og Eygló ásamt mökum. Elsa verður 55 ára þann 15. september og munum við fagna þeim áfanga saman hér úti. Við ákváðum þetta eiginlega í sumar þegar Eygló varð 55 ára að gaman væri að hittast í Kaupmannahöfn á afmælisdegi Elsu.
Bestu kveðjur frá okkur.
Tíminn flýgur áfram, það er ótrúlegt en satt, að það er alveg að vera kominn einn mánuður síðan við lögðum af stað að heiman. Við göngum mikið hér og erum alltaf eitthvað að útrétta, síðast í sambandi við bankareikninga, danskan netbanka og leigusamtök. Sem sagt, við höfum haldið okkur á rólegu nótunum að undanförnu og lítið hefur verið um óvæntar uppákomur. Við höfum verið að þrífa ýmsa hluti hér í íbúðinni sem eru eða réttar sagt voru grútskítugir og fremur tímfrekir í þrifum, má þar til dæmis nefna rimlahurðir á fataskápum og trérimlagardínur. Okkur fannst við vera komin í hálfgerða hausthreingerningu, ekki getum við sagt jólahreingerningu á þessum árstíma!!!
Hér í íbúðinn er gaseldavél og ég kann mjög vel við að nota gas. Ég held nærri því að ég muni velja gas þegar kemur að endurnýjun á eldhúsinu heima.
Við erum nú áskrifendur að Skessuhorni og lesum hverja línu í því þegar það kemur, það kom í morgun, en seinast fengum við blaðið á föstudegi.
Næsta fimmtudag fáum við góða gesti, en það eru vinkonur mínar þær Elsa og Eygló ásamt mökum. Elsa verður 55 ára þann 15. september og munum við fagna þeim áfanga saman hér úti. Við ákváðum þetta eiginlega í sumar þegar Eygló varð 55 ára að gaman væri að hittast í Kaupmannahöfn á afmælisdegi Elsu.
Bestu kveðjur frá okkur.
3.9.06
Pósthúsferð og sunnudagsbíltúr
Í gær skruppum við í gönguferð, fyrst á pósthúsið og í Jónshús, svo heim og út í Irmu til að versla. Veðrið var alveg dásamlegt. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema á pósthúsinu var annað erindið að senda mömmu smápakka sem ég keypti í "Ríl" í Þýskalandi. Þetta voru 2 pör af þýskum Unterhose , ég fékk reyndar ekki rétta merkið sem var Lovejoy (eða Ladyjoy), við skemmtum okkur ferlega vel yfir þessu nafni. En hvað um það þegar ég var búin að velja umslag utan um nærbuxurnar sá ég að það var algjör óþarfi að senda umbúðirnar með, þessi líka flottu plasthylki. Þegar ég tók nærbuxurnar úr bakpokanum og úr umbúðunum leist Þórði ekkert á blikuna. Hvað ertu að gera Sigga sagði hann, getur þú ekki sent umbúðirnar með? Honum fannst víst óþarfi að opinbera innihald pakkans fyrir öllum fjöldanum sem var þarna inni, tsss... tsss... þetta er merki um svita!!!! En það er bara gaman að þessu öllu.
Í dag fórum við svo í 3ja tíma göngutúr og kíktum í leiðinni í Magasín Du Nord, það var ferlega skemmtilegt. Á eftir fórum við í sunnudagsbíltúr. Við prófuðum að keyra út úr borginni án GPS tækisins og það gekk vonum framar, þar til við stoppuðum við ein gatnamót. Þá höfðum við, þ.e.a.s. Þórður farið vitlausu megin við smá eyju. Ekkert má maður nú, úps, við vorum allt í einu lent á móti umferðinni. Ég segi það satt, við vorum fremsti bíll á rauðu ljósi, fjórar akreinar á móti okkar 3 fullar af bílum og svo þegar sú fjórða fylltist leist okkur ekki á þetta. Sem betur fer gátum við svindlað aðeins og sveigt yfir á rétta akrein, en bístjórnarir sem komu á mótu slepptu stýrinu og fórnuðu höndum, tóku þó ekki fyrir augun eins og ég hefði gert. En þetta fór allt vel og við tókum sveitavegi það sem eftir var dagsins, eruð þið nokkuð hissa?
Fyrr í kvöld fengum við fyrstu gesti okkar hér, þetta voru hjónin Anna Lóa og Berti sem voru að færa Þórði pakka frá "gamla settinu" eins og hann segir. Það var gaman að fá þau í heimsókn, en þau eru einmitt nýflutt hingað líka.
Skólinn byrjar á morgun og þá byrjar alvaran, það verður vonandi bara gaman líka eins og allt annað hér.
Ekki meira núna, bestu kveðjur,
Í dag fórum við svo í 3ja tíma göngutúr og kíktum í leiðinni í Magasín Du Nord, það var ferlega skemmtilegt. Á eftir fórum við í sunnudagsbíltúr. Við prófuðum að keyra út úr borginni án GPS tækisins og það gekk vonum framar, þar til við stoppuðum við ein gatnamót. Þá höfðum við, þ.e.a.s. Þórður farið vitlausu megin við smá eyju. Ekkert má maður nú, úps, við vorum allt í einu lent á móti umferðinni. Ég segi það satt, við vorum fremsti bíll á rauðu ljósi, fjórar akreinar á móti okkar 3 fullar af bílum og svo þegar sú fjórða fylltist leist okkur ekki á þetta. Sem betur fer gátum við svindlað aðeins og sveigt yfir á rétta akrein, en bístjórnarir sem komu á mótu slepptu stýrinu og fórnuðu höndum, tóku þó ekki fyrir augun eins og ég hefði gert. En þetta fór allt vel og við tókum sveitavegi það sem eftir var dagsins, eruð þið nokkuð hissa?
Fyrr í kvöld fengum við fyrstu gesti okkar hér, þetta voru hjónin Anna Lóa og Berti sem voru að færa Þórði pakka frá "gamla settinu" eins og hann segir. Það var gaman að fá þau í heimsókn, en þau eru einmitt nýflutt hingað líka.
Skólinn byrjar á morgun og þá byrjar alvaran, það verður vonandi bara gaman líka eins og allt annað hér.
Ekki meira núna, bestu kveðjur,
1.9.06
Fjölskyldan saman á mynd
Myndin af fjölskyldunni var tekin heima hjá þeim í Coesfeld.
Það kom í ljós að við skírnina í Heusenstamm og í veislunni í Offenbach gleymdist að taka mynd af foreldrum og systur skírnarbarnsins, Við gerðum bragabót á þessu og tókum myndir þegar heim var komið. Balthasar var ekki sérlega ánægður með þetta, enda þreyttur þegar myndatakan fór fram.
Við erum komin til K.hafnar eftir frábæra dvöl hjá ungu hjónunum og börnum þeirra í Coesfeld. Eins og komið hefur fram á bloggsíðum fjölskyldunnar fór skírnin fram í heimabæ Alex nálægt Frankfurt. Alex fekk lánaðan bíl í vinnunni þannig að við gátum öll verið í sama bílnum, það var mjög skemmtilegt þrátt fyrir hraðan akstur og smábílhræðslu hjá mér, Alex væri ekki lengi að vinna Schumacher í keppni!!!
Móttökkurnar hjá foreldrum hans voru eins og best verður á kosið, við gistum hjá Manfred og Waltraut og við náðum vel saman. Haft var á orði að enskan hjá okkur var orðin "perfect" þegar dömurnar voru búna að drekka nokkur glös af eðalhvítvíni og herrarnir nokkra gerbjóra.
Annars var dvölin hjá þeim alveg yndisleg, tíminn leið bara allt of hratt. Við komumst ekki einu sinni yfir allt sem á dagskrá var hjá okkur.
Ferðin gekk mjög vel heim í gær, það er sko munur að hafa GPS tækið. Svo skemmtilega vildi til að þegar við vorum búin að ganga frá öllum farangri okkar, við keyptum ýmsa nausynlega hluti í Þýskalandi (smálúxus líka, maður er ekki prinsessa fyrir ekki neitt) þá hringdu mæður okkar. Við vorum einmitt nýbúin að segja að við ætluðum að hringja í þær!!! Svona eru sterk tengsl á milli okkar, þrátt fyrir fjarlægðina.
Búið er að panta lúxus sumarhús hér í Danmörku 7.október, þá er vetrarfrí í skólanum hjá Nínu. Mamma er búin að panta far fyrir sig og fylgdarmey sína hingað út á þessum tíma. Það verður gaman að hittast þá. Ekki meira núna, við erum að fara í bankann í viðtal, til að fá bankareikning og dankort,úps. Eitt kortið enn til að læra á, það verður gaman að prófa það!!!!ha ha ha.