Sigríður Kristín Óladóttir

1.9.06

Fjölskyldan saman á mynd

 
Myndin af fjölskyldunni var tekin heima hjá þeim í Coesfeld.

Það kom í ljós að við skírnina í Heusenstamm og í veislunni í Offenbach gleymdist að taka mynd af foreldrum og systur skírnarbarnsins, Við gerðum bragabót á þessu og tókum myndir þegar heim var komið. Balthasar var ekki sérlega ánægður með þetta, enda þreyttur þegar myndatakan fór fram.

Við erum komin til K.hafnar eftir frábæra dvöl hjá ungu hjónunum og börnum þeirra í Coesfeld. Eins og komið hefur fram á bloggsíðum fjölskyldunnar fór skírnin fram í heimabæ Alex nálægt Frankfurt. Alex fekk lánaðan bíl í vinnunni þannig að við gátum öll verið í sama bílnum, það var mjög skemmtilegt þrátt fyrir hraðan akstur og smábílhræðslu hjá mér, Alex væri ekki lengi að vinna Schumacher í keppni!!!
Móttökkurnar hjá foreldrum hans voru eins og best verður á kosið, við gistum hjá Manfred og Waltraut og við náðum vel saman. Haft var á orði að enskan hjá okkur var orðin "perfect" þegar dömurnar voru búna að drekka nokkur glös af eðalhvítvíni og herrarnir nokkra gerbjóra.
Annars var dvölin hjá þeim alveg yndisleg, tíminn leið bara allt of hratt. Við komumst ekki einu sinni yfir allt sem á dagskrá var hjá okkur.

Ferðin gekk mjög vel heim í gær, það er sko munur að hafa GPS tækið. Svo skemmtilega vildi til að þegar við vorum búin að ganga frá öllum farangri okkar, við keyptum ýmsa nausynlega hluti í Þýskalandi (smálúxus líka, maður er ekki prinsessa fyrir ekki neitt) þá hringdu mæður okkar. Við vorum einmitt nýbúin að segja að við ætluðum að hringja í þær!!! Svona eru sterk tengsl á milli okkar, þrátt fyrir fjarlægðina.

Búið er að panta lúxus sumarhús hér í Danmörku 7.október, þá er vetrarfrí í skólanum hjá Nínu. Mamma er búin að panta far fyrir sig og fylgdarmey sína hingað út á þessum tíma. Það verður gaman að hittast þá. Ekki meira núna, við erum að fara í bankann í viðtal, til að fá bankareikning og dankort,úps. Eitt kortið enn til að læra á, það verður gaman að prófa það!!!!ha ha ha. Posted by Picasa

1 Comments:

  • Ég er strax farin að hlakka til að hitta ykkur, takk fyrir komuna. Þetta er bara ágætis mynd af fjölskyldunni.

    Gangi þér vel með heimilisdýrin!!!

    By Blogger Helga, at 1/9/06 18:14  

Skrifa ummæli

<< Home