Balthasar og Coesfeld.
Jæja þá erum við komin til Þýskalands, til Helgu og fjölskyldu, það er alveg meiriháttar.
Ferðin gekk mjög vel, við notuðum GPS tækið (eða Garminn eins og við segjum) og lentum reyndar tvisvar til þrisvar í að daman í tækinu sagði: "recalculating". Þetta gerðist t.d. fyrst þegar Þórður trúði ekki að við ættum að fara í átt að Malmö þegar við fórum út úr Kaupmannahöfn og svo þegar við vorum við Hamborg. En það er eins gott að treysta Garminum og fara nákvæmlega eftir leiðbeiningum hans.
En það er búið að vera nóg að gera og Balthasar er algjör dúlla eins og Þóra mundi segja. Við erum búin að labba heilmikið hér og passa Balthasar á meðan Helga fór í klippingu og litun í gær og til læknis í dag. Læknirinn sem Helga fór til er í Velen sem er sami bær og Alex vinnur í. Við hringdum í Alex þegar ég hélt að við værum fyrir utan vinnustaðinn hans og Alex kom út og fór með okkur í göngu í nýjum garði.
Veðrið er búið að vera alveg frábært hér í Þýskalandi, í dag voru reyndar smáskúrir eftir hádegi en í morgun var glampandi sól og blíða. Þegar við fórum út var heitara úti en hér inni, hitastigið inni er oftast 21,5°C en úti var yfir 22°.
Í dag fórum við líka í Ríl (Real) og við fjárfestum í 2 pottum, 3 glösum, mús (fyrir tölvuna), dóti til að setja á baðið og fleira. Við gerðum ótrúlega góð kaup. Á morgun förum við í grillveislu í skólanum hennar Nínu og á laugardaginn leggjum við af stað til Heusenstamm þar sem Balthasar verður skírður. Það á að skíra prinsinn á sunnudaginn í kirkjunni sem var í kirkjusókn Alexar.
Á meðan ég er að skrifa þessar línur, hefur Helga verið að taka nokkrar myndir og er þegar búin að setja þær inn á Familien Eck kíkið endilega hingað http://www.familieeck.blogspot.com/
Meira seinna elsklurnar, bestu kveðjur frá Þýskalandi.
Músin er mjúk og gúð, þetta er þýskur framburður Helgu dóttur minnar ha ha ha....
2 Comments:
Gaman! Æðislega kveðjur héðan úr sýnishornaveðrinu.
By Rokkarinn, at 24/8/06 22:08
Hæ hæ, hafið það gott í Þýskalandi. Bestu kveðjur, Þóra
By Nafnlaus, at 25/8/06 13:25
Skrifa ummæli
<< Home