Töpuð færsla
Hvað ætli hafi gerst hjá mér? Ég var búin að skrifa heilmikið og með ballettmyndinni úr Tívolí, en þetta skilaði sér ekki þegar ég publishaði, pirrandi!!
Bara nokkrar línur í staðinn, við fórum í Tívolí á sunnudaginn. Þetta var hin ágætasta skemmtun, veðrið alveg frábært og fín skemmtidagskrá. Við fórum reyndar ekki í eitt einasta tæki, það bíður betri tíma. Það kom í ljós að ég er enn djúsí og eftirsóknarverð fyrir mýið eða moskítókvikindin, vegna þess að ég var bitin í handlegginn sem hefur verði rauður og bólginn síðan. Ég sem hélt að ég væri orðin baneitruð og óspennandi eftir Mílanóævintýrið, en svo er víst ekki.
Í gær fórum við í KISS (Köbenhavns Intensive Sprogskole) og erum nú búin að inntita okkur í þann skóla. Við byrjum 25. september, þetta verður örugglega bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Síðustu tvo daga hefur verið mjög heitt hérna um 25°, nú er hitinn kominn í 17° og það á eftir að hitna þegar líður á daginn. Elsa og Eygló ásamt mökum koma um hádegi í dag, þannig að það verður fjör hjá okkur um helgina.
Hafið það sem best, kærar kveðjur frá K.höfn.
Bara nokkrar línur í staðinn, við fórum í Tívolí á sunnudaginn. Þetta var hin ágætasta skemmtun, veðrið alveg frábært og fín skemmtidagskrá. Við fórum reyndar ekki í eitt einasta tæki, það bíður betri tíma. Það kom í ljós að ég er enn djúsí og eftirsóknarverð fyrir mýið eða moskítókvikindin, vegna þess að ég var bitin í handlegginn sem hefur verði rauður og bólginn síðan. Ég sem hélt að ég væri orðin baneitruð og óspennandi eftir Mílanóævintýrið, en svo er víst ekki.
Í gær fórum við í KISS (Köbenhavns Intensive Sprogskole) og erum nú búin að inntita okkur í þann skóla. Við byrjum 25. september, þetta verður örugglega bæði gagnlegt og skemmtilegt.
Síðustu tvo daga hefur verið mjög heitt hérna um 25°, nú er hitinn kominn í 17° og það á eftir að hitna þegar líður á daginn. Elsa og Eygló ásamt mökum koma um hádegi í dag, þannig að það verður fjör hjá okkur um helgina.
Hafið það sem best, kærar kveðjur frá K.höfn.
8 Comments:
Góða skemmtun með góðum vinum um helgina.
Við erum líka að fá heimsókn, Anna Sigga kemur með Heklu sína og verður hjá okkur frá föstud. fram á sunnud.
Kannski við skellum okkur í tívolí, það er kannski hægt að fá hjólastól þar?
By Helga, at 14/9/06 08:01
Þetta er agalegt með þessar flugur!! Gott mál að það fer að hausta og þá hljóta þær að hverfa. Gaman að heyra með Kiss skólann.
By Nafnlaus, at 14/9/06 13:44
Já bölvuð kvikindin! Þú ert greinilega enn svona sæt ;) Þær sækja bara hart að!
Góða skemmtun um helgina. En það var verst að ég náði ekki að redda skónum. Ég get nú athugað þetta í Rvík áður en við amma komum. Vonandi finn ég þá alla vega.
Bið að heilsa Þórði,
Þín Þóra
By Nafnlaus, at 14/9/06 17:00
Takk fyrir góðar kveðjur stelpur mínar.
Já það er hægt að fá hjólastól í Tívolí, ég tók sérstaklega eftir því.
Við erum búin að vera með vinum okkar (Elsu, Eygló og co)í dag, en nú er hvíld fyrir kvöldið:)
Byrjunin hjá þeim var svo sannarlega ævintýri líkust, segi betur frá því síðar.
Hafið það gott um helgina.
By Frú Sigríður, at 14/9/06 18:12
Nice site!
[url=http://uugciyms.com/adti/qblk.html]My homepage[/url] | [url=http://knijziue.com/pteq/tsyw.html]Cool site[/url]
By Nafnlaus, at 17/9/06 17:14
Nice site!
My homepage | Please visit
By Nafnlaus, at 17/9/06 17:14
Good design!
http://uugciyms.com/adti/qblk.html | http://szhnyvxb.com/usim/jsuw.html
By Nafnlaus, at 17/9/06 17:14
Sæl og blessuð:)
Ég hef nú aðeins kíkt á síðuna hjá þér - en ekki verið dugleg að skrifa - þetta er greinilega heilmikið ævintýri hjá ykkur:) og barnabörnin æði. Mér datt nú í hug þegar ég sá myndina af Þumalínu að náfrænka mín dansar í Konunglega dansflokknum þarna í Köben - þegar ég hitti hana var hún að byrja að æfa eitthvað verk fyrir börn - kannski að hún hafi bara verið að dansa fyrir ykkur:)
Heyrumst seinna - hafið það sem allra best:)
Kveðja, Ragnheiður
By Nafnlaus, at 19/9/06 21:52
Skrifa ummæli
<< Home