Sigríður Kristín Óladóttir

3.9.06

Pósthúsferð og sunnudagsbíltúr

Í gær skruppum við í gönguferð, fyrst á pósthúsið og í Jónshús, svo heim og út í Irmu til að versla. Veðrið var alveg dásamlegt. Þetta er svo sem ekki í frásögur færandi nema á pósthúsinu var annað erindið að senda mömmu smápakka sem ég keypti í "Ríl" í Þýskalandi. Þetta voru 2 pör af þýskum Unterhose , ég fékk reyndar ekki rétta merkið sem var Lovejoy (eða Ladyjoy), við skemmtum okkur ferlega vel yfir þessu nafni. En hvað um það þegar ég var búin að velja umslag utan um nærbuxurnar sá ég að það var algjör óþarfi að senda umbúðirnar með, þessi líka flottu plasthylki. Þegar ég tók nærbuxurnar úr bakpokanum og úr umbúðunum leist Þórði ekkert á blikuna. Hvað ertu að gera Sigga sagði hann, getur þú ekki sent umbúðirnar með? Honum fannst víst óþarfi að opinbera innihald pakkans fyrir öllum fjöldanum sem var þarna inni, tsss... tsss... þetta er merki um svita!!!! En það er bara gaman að þessu öllu.

Í dag fórum við svo í 3ja tíma göngutúr og kíktum í leiðinni í Magasín Du Nord, það var ferlega skemmtilegt. Á eftir fórum við í sunnudagsbíltúr. Við prófuðum að keyra út úr borginni án GPS tækisins og það gekk vonum framar, þar til við stoppuðum við ein gatnamót. Þá höfðum við, þ.e.a.s. Þórður farið vitlausu megin við smá eyju. Ekkert má maður nú, úps, við vorum allt í einu lent á móti umferðinni. Ég segi það satt, við vorum fremsti bíll á rauðu ljósi, fjórar akreinar á móti okkar 3 fullar af bílum og svo þegar sú fjórða fylltist leist okkur ekki á þetta. Sem betur fer gátum við svindlað aðeins og sveigt yfir á rétta akrein, en bístjórnarir sem komu á mótu slepptu stýrinu og fórnuðu höndum, tóku þó ekki fyrir augun eins og ég hefði gert. En þetta fór allt vel og við tókum sveitavegi það sem eftir var dagsins, eruð þið nokkuð hissa?

Fyrr í kvöld fengum við fyrstu gesti okkar hér, þetta voru hjónin Anna Lóa og Berti sem voru að færa Þórði pakka frá "gamla settinu" eins og hann segir. Það var gaman að fá þau í heimsókn, en þau eru einmitt nýflutt hingað líka.
Skólinn byrjar á morgun og þá byrjar alvaran, það verður vonandi bara gaman líka eins og allt annað hér.
Ekki meira núna, bestu kveðjur,

4 Comments:

  • Æðislegt að lesa um ævintýri ykkar :)
    Góða skemmtun í skólanum og takk æðislega fyrir mig!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4/9/06 08:43  

  • Ekkert má maður, Þórður, þú ert varla spéhræddur, hvað um nokkrar nærur á milli vina, þú meira segja skildir einar eftir hjá okkur hér, ég gæti svosem sent þær í glærri plastumbúð til ykkar, nei það færi örugglega alveg með hann!!!

    Er allt opið hjá ykkur á sunnudögum? Bara pósthús og magasín og allt. En það hefur örugglega verið mjög skerí að vera eini bíllinn á móti, ég hefði held ég fengið hjartaáfall.

    Gangi þér vel í skólanum í dag elsku mamma :-)

    By Blogger Helga, at 4/9/06 10:13  

  • Ætli við geymum ekki nærurnar hjá ykkur þar til við hittumst næst, annað hvort í Danmörku eða heima hjá ykkur.

    Pósthúsið er opið á laugardögum, en magasínið var opið í gær.
    Bestu kveðjur héðan :)

    By Blogger Frú Sigríður, at 4/9/06 10:46  

  • Gaman að lesa pistlana þína Sigga mín. Spennt að heyra meira um skólagönguna hjá þér. Kveðjur til ykkar beggja úr Mosfellsdalnum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8/9/06 21:31  

Skrifa ummæli

<< Home