Sigríður Kristín Óladóttir

24.9.06

Veskið góða!!!

Nei, röng tilgáta, ég átti ekki veskið!!! Við Þórður vorum bara með einn bakpoka, takið eftir því. Það kom í ljós við athugun að færeyska frænkan átti veskið. Reynir hringdi því í konuna og sagði henni að á óskiljanlegan hátt var þetta veski komið með okkar farangri. Konan kom og sótti veskið og við löbbuðum sæl, svöng og glöð út í sólina. Við fórum Strikið og ákveðið var að fá sér smásnæðing. Rétt áður en við komum að matsölustaðnum var hringt í Reyni. Þetta var konan góða! Ekki tókuð þið líka bakpoka sem þið eigið ekki??? Nei það getur ekki verið sagði Reynir. Hvað er að gerast sögðum við, heldur hún að við séum þjófar eða hvað?
Við funduðum um farangurinn og úps...hvað haldið þið að hafi komið í ljós? Jú, tveir bakpokar höfðu óvart komið með okkur í leigubílunum, í stað eins!!!! Þetta var alveg óskiljanlegt og alls engin hefndarráðstöfun. Ekkert okkar skilur hvernig stóð á þessu, því ekki tókum við þennan aukafarangur með!!! Hvað ætli konu kindin hafi haldið? Við ákáðum samt að skrifa þessi mistök á Þ... og R...., okkur fannst þeir líklegastir, nema huldufólk eða álfar hafi verið með okkur í för. Konan mátti því koma aftur til að sækja bakpokann!!

Föstudagurinn 15. afmælisdagur Elsu var alveg frábær, veðrið eins og best var á kosið. Við löbbuðum hingað heim, skoðuðum Den lille havfrue og fleiri merkisstaði, og sáum m.a. konunglegu skútuna Dannebro. Við fengum okkur svo síðbúinn froskost, og vorum hér frá því um klukkan 17:00 til miðnættis. Það þarf ekki að taka það fram að við skemmtum okkur alveg frábærlega. Svo fórum við á Old English og hlustuðum þar á skemmtilega trúbadora. Það varð því ekkert úr því að fara fínt út að borða þann dag, í staðinn fórum við út að borða á laugardagkvöldið. Við fórum þá í Tívolí á Hereford Beefstouw, úhaaa þar var svo heitt, tsss... tsss... við vorum alveg í svitabaði við að borða. Ég þarf svo að setja myndir frá þessari frábæru helgi hið fyrsta.

Óli frændi og Stína voru hjá okkur í fyrrakvöld og áttum við mjög skemmtilega kvöldstund saman. Óli sagði m.a. núúú.... notið þið flöskustadívið fyrir plastpoka?? Við vissum ekki að þetta væri fyrir flöskur, héldum að það væri fyrir plastpoka og reyndum með erfiðsmunum að troða plastpokum í apparatið og fengum m.a.s. rispur á hendur við athöfnina. Þetta erum við Þórður í hnotskurn, ekki satt???
Óli tók myndir af plastpoka-flöskustandi okkar sem ég set ef til vill hér inn síðar.

Ég var í skólanum allan fimmtudaginn og föstudaginn og var það mjög gaman, svo er bara að drífa sig í að vinna heimavinnuna. Við Þórður byrum í dönskunáminu á morgun. Nú er 25 stiga hiti úti. Við ætlum í göngutúr og ef til vill förum við á kaffihlaðborð í Jónshúsi á eftir. Á morgun lokar Tívolíið en opnar aftur þann 13. okt. þegar Halloween í Tívolí byrjar. Við skreppum kanski í kvöld og lítum á fjörið og flugeldasýninguna.

Ekki meira núna, bestu kveðjur :)

1 Comments:

  • Ég hlakka til að sjá myndina af flösku-pokastatífinu,hihihi...

    Hafið það gott í góða veðrinu, það liggur við að maður fari að bera á sig sólarvörn í þessu dúndurveðri!

    Bk
    Helga

    By Blogger Helga, at 24/9/06 19:10  

Skrifa ummæli

<< Home