Sigríður Kristín Óladóttir

27.4.05

Lífið er dásamlegt

Timinn flýgur áfram og ég hef ekki verið að standa mig í að blogga, sorrý.

En það var svo sannarlega gleðidagur 19. apríl. Þá fékk ég allt borgað í topp og Helga kom í stutta heimsókn. Klukkan rúmlega 18:00 komum við Atli og Þórður til Þóru. Þar voru líka Helga, sem var nýkomin til landsins og Óli. Ég fór beint í tölvuna og sá að ég hafði fengið greitt, húrra fyrir því. Helga hafði keypt kampavín í Leifstöð sem var opnað og við skáluðum fyrir þessum langþráðu endalokum á Reynigrundarriftunarmálinu.

Svo fékk ég þessa líka flottu stafrænu myndavél frá krökkunum mínum í afmælisgjöf, takk fyrir mig elskurnar.Nú þarf ég að skella mér á námskeið og læra almennilega á tækið góða.
Við fögnuðum tvö kvöld í röð, fyrra kvöldið fórum við á Madonnu og fengum okkur léttan kvöldverð. Síðasta vetrardag, sem var afmælisdagur Óla Arnar og við fórum á Rauðará og fengum alveg frábæran mat, steikurnar voru perfektó, humarinn líka en sniglarnir voru ekki eins góðir og ég hafði vonast til. Kvöldið var samt í alla staði frábært og skemmtilegt.

Helga fór á árgangsmót á laugardagskvöldið og það var mjög vel heppnað og skemmtilegt. Við Þórður sýndum línudans og kenndum krökkunum Zorba, það gekk ágætlega. Mikið var gaman að sjá suma krakkana, sérstaklega vinkonur Helgu sem maður sér nú ekki oft núorðið. Helga fór svo liggur við beint úr gleðinni til Keflavíkur og út.

Ég þarf að tala við Nonna frænda til að biðja hann að skrifa stuttmyndina mína í 3 eintökum því vegna þess að ég er búin að selja hana til þriggja landa og það á að afhenda þetta á sunnudaginn. Í kvöld er skemmtifundur hjá húsmæðrakennurum í Listhúsinu, ég sé til hvort ég get hitt á Nonna í þeirri Rvíkurferð.

18.4.05

Kaffi og spennan eykst

Helga mín,ég var að spá í hvort þú hefur tök á að kaupa kaffibaunir fyrir mig? Þetta var svo gott kaffi sem þú keyptir í Tchipó (pottþétt vitlaust skrifað) þegar ég var hjá ykkur í febrúar. Bara ef þú ferð fram hjá búðinni!!Annað heitir Wilder e-ð ég man ekki hvað hitt heitir.

Já og það er óhætt að segja að spennan eykst í sambandi við Reynigrundina. Nú ætti eitthvað að fara að gerast, annað hvort fæ ég borgað eða ekki, úps góður punktur þetta!! En það er ekki rétt að þetta hafi engin áhrif á mig, ég ber mig bara svo vel. Mér hefur stundum dottið í hug að líklega hefur þetta meiri áhrif á mig heldur en á skuldarana, ég fæ meira að segja martraðir í sambandi við þetta allt saman. Það að húsið sé auglýst á nauðungaruppboði og þessar ógeðslega leiðinlegu tilkynningar frá sýslumanni, þar sem mér er m.a. gert að mæta til að opna húsið fyrir þeim á uppboðsdegi, ella verði opnað með valdi. Ég sem á ekki einu sinni lykil af húsinu!!!

En á morgun er góður dagur, þá kemur Helga í stutta heimsókn og ég hlakka svo til. Ég er í frímínútum og er að fara að kenna núna.

16.4.05

Nína 10 ára í dag

Til hamingju með 10 ára afmælið elsku Nína mín!

Helga og Alex ég óska ykkur til hamingju með dóttur ykkar. Frábært hvað þið eruð heppin með veður, hér er rok og rigning og leiðindar veður.

Af Reynigrundinni er það að frétta að ég ákvað að fara mjúku leiðina og falla frá riftuninni, þ.e.a.s. ef þau borga strax eftir helgi. Ef þau verða ekki búin að borga á þriðjudag eða síðasta lagi á miðvikudag, þá held ég mig við riftunina og hendi þeim út úr húsinu. Við sjáum hvað gerist eftir helgina, ég læt ykkur vita.

14.4.05

Uppboð eða greiðsla?!!

Nú er eitthvað að gerast, eða það vona ég í það minnsta.
Ég mætti til sýslumanns í gær þar sem byrjun uppboðs fór fram. Þar lagði ég fram dóminn, og bað um að það yrði fært til bókar. Jón Haukur mætti fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann og ákveðið var að uppboð skuli fara fram á Reynigrundinni þann 10. mai n.k.
Þann 12.apríl hringdi Soffía í mig og sagði mér að Jóhanna hefði hringt í hana og sagt að maðurinn, væri kominn og væri með peninga. Hún sagði jafnframt að hann ætlaði að hafa samband við þig og Frjálsa fjárfestingarbankann. Ég veit ekki hvort nokkuð er að marka þetta, en alla vega fóru þeir í Frjálsa bankanum fram á að uppboð skuli fara fram þann 10. mai.

Nú eru tveir kostir í stöðunni, þ.e. ef rétt er að Jóhanna hafi peninga núna:

1. Halda mig við riftunina og krefjast uppgjörs í samræmi við uppgjörið sem Jón Sveins hefur gert og semja við síðan við bankann.

2.Ganga til samninga við Jóhönnu um uppgreiðsu á vanskilum skv. kaupsamningi, vöxtum og kostnaði og gefa henni síðan afsal. Jón gerir þá sérstakan samning við lögfræðing hennar (Marteinn er kominn að málinu aftur til að semja um lok þess).

Hér heima sá ég að ég hafði fengið mail frá Jóni þar sem hann segir: Ég fekk bréf frá lögfræðingi f.h. Jóhönnu sem segist nú tilbúin að gera upp öll vanskilin skv. kaupsamninngnum með vöxtum og kostnaði gegn því að við föllum frá riftun og hún haldi húsinu. Á ég ekki að taka jákvætt í það?

Ef þetta er staðreyndin þá er ég alveg til í að ljúka þessu ömurlega máli hið fyrsta.
Hvað finnst ykkur?

Helga mín, ég talaði við Eygló og ef upptökur eru til af leikritunum þá getið þið séð það með því að fara inná FVA.is. á bókasafinið og svo myndir eða myndbönd. Það á allt að vera skráð og aðgengilegt þar.

8.4.05

Rækjuréttur

Ég ætlaði að setja þennan rétt hér inn á bloggið hjá mér í gær, en geri það hér með.

200 g rjómaostur
1 dós sýrður rjómi
-------
Blandað saman og sett í mót eða í eldfast fat.

1 bolli tómatsósa
1 msk sinnep
sítrónupipar
dill
----
Blandað saman og smurt yfir ostablönduna.

Paprikur
Tómatar
Blaðlaukur
Rækjur
Rifinn ostur
----
Grænmetið brytjað og sett yfir sósurnar, rækjurnar settar yfir grænmetið. Stráið rifnum osti yfir.

Borið fram með tortillakökum (sem skornar eru í hæfilegar sneiðar), snakki, ritskexi eða góðu brauði.

3.4.05

Og Útlagarnir eru Íslandsmeistarar í línudansi!

Við, Og Útlagarnir unnum í gær og erum loksins búin að ná þessu langþráða markmiði að verða Íslandsmeistarar í línudönsum. Við unnum tvöfalt þetta árið, erum sem sagt bæði Bikar- og Íslandsmeistarar.
Þegar úrslitin voru kynnt, vorum við alveg að fara á taugum, þ.e.a.s. þegar aðeins átti efir að tilkynna hvaða lið höfnuðu í 2. og 1. sæti og Og Útlagarnir var annað af þessum liðum.
Birna formaður Dansíþróttasambands Íslands kynnti úrslitin og þegar hún var að tilkynna hvaða lið lenti í 2. sæti sagði hún m.a. Fyrsti stafurinn nafni kaupstaðarins sem liðið er frá byrjar á A, svo sagði hún, annar stafurinn er k. Hún hélt okkur því í svakaspennu, en svo sagði hún: Liðið er skráð í ungmennafélag, ekki nefndi hún samt nafnið á liðinu. En þegar hún nefndi ungmennafélagið munaði litlu að við færum inná gólfið af því að við vissum ekki að hitt liðið, sem var reyndar frá Akureyri væri skráð í ungmennafélag eins og við. Svo loksins nefndi hún Stælkonurnar og stubbinn sem liðið sen lenti í öðru sæti og við fögnuðum alveg gríðarlega mikið.

Módel, hópurinn sem byrjaði í haust hjá Óla Geir lentu í 5. sæti og er það frábær árangur hjá þeim. Silfurstjörnurnar lentu í 3ja sæti og unglinarnir, Silfurperlurnar urðu Íslandsmeistarar.

Ingibjörg vinkona frá Þingeyri var í Laugardalshöllinni að horfa á, ásamt nokkrum skvísum frá Vestfjörðum. Mér finnst mjög líklegt að þær keppi á næstu mótum af því að þær æfa stíft fyrir vestan. Einnig voru 5 konur úr eldri borgara hópnum sem stelpurnar í Og Útlögum eru að kenna línudans á meðal áhorfenda. Þær eru búnar að ákveða að fara að undirbúa að taka þátt i keppni. Nafnið er komið hjá þeim, það verður: Faxaflói og Breiðafjarðarmið. Þær ætla svo að byrja á að föndra ýmislegt skraut svo sem perlubönd á hattana af því að ekki ætla þau að borga 3.500 fyrir semalíuband á hattana eins og við gerðum, frábært!!

Við fórum í íbúð sem Sigga Alfreðs útvegaði og er á Kleppsvegi eftir keppnina og fengum okkur að borða og drekka, þ.e.a.s. eftir verslun í bakarríi Jóa Fel. Svo fórum við út að borða á Kaffi Reykjavík og dönsuðum þar línudans til klukkan 1 og var það mjög góð skemmtun, svaka stuð og mikið gaman. Austuland að Glettingi (nafnið á hóp)og hópurinn úr Kópavogi var þar líka.

Ég set mynd af Og Útlögunum þegar ég er búin að fá einhverja mynd af hópnum frá því í gær.
Við klikkuðum á að tala við Gísla bæjarstjóra til að fá móttöku á Akratorgi þegar við komum með bikarinn heim. Þetta er gert þegar Skagamenn verða Íslands- og eða Bikarmeistarar í fótbolta. Finnst ykkur ekki að við ættum að fá einhverja viðurkenningu frá Akraneskaupstað fyrir svona glæsilegan árangur?

Mistókst að taka Skilaboðakassann

Ææii ég ætlaði að taka út skilaboðaskjóðuna hjá mér en ég hef ekki deletað alveg á réttum stað, ég nenni ekki að spá i þetta núna. Kanski reyni ég aftur seinna, ég hef samt breytt staðsetningunni á linkunum fyrir neðan, þetta er ekki lengur í miðjunni.
Ég læt þetta vera í bili.