Sigríður Kristín Óladóttir

27.4.05

Lífið er dásamlegt

Timinn flýgur áfram og ég hef ekki verið að standa mig í að blogga, sorrý.

En það var svo sannarlega gleðidagur 19. apríl. Þá fékk ég allt borgað í topp og Helga kom í stutta heimsókn. Klukkan rúmlega 18:00 komum við Atli og Þórður til Þóru. Þar voru líka Helga, sem var nýkomin til landsins og Óli. Ég fór beint í tölvuna og sá að ég hafði fengið greitt, húrra fyrir því. Helga hafði keypt kampavín í Leifstöð sem var opnað og við skáluðum fyrir þessum langþráðu endalokum á Reynigrundarriftunarmálinu.

Svo fékk ég þessa líka flottu stafrænu myndavél frá krökkunum mínum í afmælisgjöf, takk fyrir mig elskurnar.Nú þarf ég að skella mér á námskeið og læra almennilega á tækið góða.
Við fögnuðum tvö kvöld í röð, fyrra kvöldið fórum við á Madonnu og fengum okkur léttan kvöldverð. Síðasta vetrardag, sem var afmælisdagur Óla Arnar og við fórum á Rauðará og fengum alveg frábæran mat, steikurnar voru perfektó, humarinn líka en sniglarnir voru ekki eins góðir og ég hafði vonast til. Kvöldið var samt í alla staði frábært og skemmtilegt.

Helga fór á árgangsmót á laugardagskvöldið og það var mjög vel heppnað og skemmtilegt. Við Þórður sýndum línudans og kenndum krökkunum Zorba, það gekk ágætlega. Mikið var gaman að sjá suma krakkana, sérstaklega vinkonur Helgu sem maður sér nú ekki oft núorðið. Helga fór svo liggur við beint úr gleðinni til Keflavíkur og út.

Ég þarf að tala við Nonna frænda til að biðja hann að skrifa stuttmyndina mína í 3 eintökum því vegna þess að ég er búin að selja hana til þriggja landa og það á að afhenda þetta á sunnudaginn. Í kvöld er skemmtifundur hjá húsmæðrakennurum í Listhúsinu, ég sé til hvort ég get hitt á Nonna í þeirri Rvíkurferð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home