Sigríður Kristín Óladóttir

3.4.05

Og Útlagarnir eru Íslandsmeistarar í línudansi!

Við, Og Útlagarnir unnum í gær og erum loksins búin að ná þessu langþráða markmiði að verða Íslandsmeistarar í línudönsum. Við unnum tvöfalt þetta árið, erum sem sagt bæði Bikar- og Íslandsmeistarar.
Þegar úrslitin voru kynnt, vorum við alveg að fara á taugum, þ.e.a.s. þegar aðeins átti efir að tilkynna hvaða lið höfnuðu í 2. og 1. sæti og Og Útlagarnir var annað af þessum liðum.
Birna formaður Dansíþróttasambands Íslands kynnti úrslitin og þegar hún var að tilkynna hvaða lið lenti í 2. sæti sagði hún m.a. Fyrsti stafurinn nafni kaupstaðarins sem liðið er frá byrjar á A, svo sagði hún, annar stafurinn er k. Hún hélt okkur því í svakaspennu, en svo sagði hún: Liðið er skráð í ungmennafélag, ekki nefndi hún samt nafnið á liðinu. En þegar hún nefndi ungmennafélagið munaði litlu að við færum inná gólfið af því að við vissum ekki að hitt liðið, sem var reyndar frá Akureyri væri skráð í ungmennafélag eins og við. Svo loksins nefndi hún Stælkonurnar og stubbinn sem liðið sen lenti í öðru sæti og við fögnuðum alveg gríðarlega mikið.

Módel, hópurinn sem byrjaði í haust hjá Óla Geir lentu í 5. sæti og er það frábær árangur hjá þeim. Silfurstjörnurnar lentu í 3ja sæti og unglinarnir, Silfurperlurnar urðu Íslandsmeistarar.

Ingibjörg vinkona frá Þingeyri var í Laugardalshöllinni að horfa á, ásamt nokkrum skvísum frá Vestfjörðum. Mér finnst mjög líklegt að þær keppi á næstu mótum af því að þær æfa stíft fyrir vestan. Einnig voru 5 konur úr eldri borgara hópnum sem stelpurnar í Og Útlögum eru að kenna línudans á meðal áhorfenda. Þær eru búnar að ákveða að fara að undirbúa að taka þátt i keppni. Nafnið er komið hjá þeim, það verður: Faxaflói og Breiðafjarðarmið. Þær ætla svo að byrja á að föndra ýmislegt skraut svo sem perlubönd á hattana af því að ekki ætla þau að borga 3.500 fyrir semalíuband á hattana eins og við gerðum, frábært!!

Við fórum í íbúð sem Sigga Alfreðs útvegaði og er á Kleppsvegi eftir keppnina og fengum okkur að borða og drekka, þ.e.a.s. eftir verslun í bakarríi Jóa Fel. Svo fórum við út að borða á Kaffi Reykjavík og dönsuðum þar línudans til klukkan 1 og var það mjög góð skemmtun, svaka stuð og mikið gaman. Austuland að Glettingi (nafnið á hóp)og hópurinn úr Kópavogi var þar líka.

Ég set mynd af Og Útlögunum þegar ég er búin að fá einhverja mynd af hópnum frá því í gær.
Við klikkuðum á að tala við Gísla bæjarstjóra til að fá móttöku á Akratorgi þegar við komum með bikarinn heim. Þetta er gert þegar Skagamenn verða Íslands- og eða Bikarmeistarar í fótbolta. Finnst ykkur ekki að við ættum að fá einhverja viðurkenningu frá Akraneskaupstað fyrir svona glæsilegan árangur?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home