Sigríður Kristín Óladóttir

23.2.05

Vetrarfrí til Þýskalands

Bara ein lína eða svo til að segja ykkur að ég hlakka svo til helgarinnar. Í fyrramálið skellum við Atli okkur til Amsterdam og svo til Þýskalands. Helga ætlar að sækja okkur þangað, þ.e.a.s. ef fært verður. Það vill nefnilega þannig til að allt er á kafi í snjó í Þýskalandi, en aftur á móti er alautt hér hjá okkur og hálfgert vorveður. Það fannst okkur Þórði í pottinum áðan.

Ég fæ að vinna af mér þá tíma sem ég sleppi í kennslunni og það er alveg frábært. Morgunstundin í skólanum í morgun heppnaðist afar vel, hún var lífleg og skemmtileg.

Varðandi Reynigrundina, þá fengu þau einn frestinn enn. Að þessu sinni vildi dómarinn ekki dæma í málinu af því að lögfræðingur þeirra hafði sagt sig frá málinu og þau voru ekki búin að útvega sér annan. Nú fengu þau frest til 1. mars til að fá sér lögfræðing, ef það gengur ekki, mun dómarinn samt dæma í málinu og þá er hægt að fara í framhaldsaðgerðir, væntanlega fara í útburð. Hvernig getur fólk verið svona sinnulaust? Þetta er alveg óskiljanlegt!!!

En, við leggjum í hann eldsnemma í fyrramálið, gaman gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home