Sigríður Kristín Óladóttir

9.2.05

Rokkpása

Já Þóra mín, ég hef ekkert "Rokkað" í háa herrans tíð. Það hefur verið svo mikið að gera í samkvæmislífinu hjá mér í rúma viku að ég hef ekki gefið mér tíma til að Rokka. Það, að kalla það athæfi að blogga, að Rokka, kemur til vegna saklauss mismælis, en á vissulega vel við í þessari fjölskyldu Rokkarans og systkina hans og Mömmu rokk.

Já við Þórður skelltum okkur í Iðnó fyrir rúmri viku og fengum smá tilsögn í argentínskum tangó og hlustuðum á Tangósveit Lýðveldisins, sem er, bæðövei frábær hljómsveit. Finnst ykkur þetta ekki smart lýsing sem finna má á heimasíðu Tangófélagsins?
Tangó er viðleitni kynjanna til að finna hvort annað í faðmlagi, leið til að vera saman og eiga samskipti, þar sem hann finnur karlmennsku sína og hún kvenleika sinn íkjulaust. Hún nýtur þess að fylgja honum í dansinum og hann að leiða hana. Seiðandi tónlistin hvetur þau áfram og getur verið bæði hröð og hæg, tregafull og glettin.

Línudans var dansaður á fimmtudagskvöldið og líka á föstudagskvöldið ásamt öðrum tegundum danslistar á þorrablóti starfsfólks Brekkubæjarskóla sem haldið var í Miðgarði 5.jan. Þorrablótið var skemmtilegt eins og vaninn er, þegar við í skólanum komum saman. Við eigum sem sagt ekki í neinum vandræðum með að skemmta okkur þrátt fyrir það, að rörsýnin er svo þröng hjá okkur að alveg eins væri hægt að tala við vegginn eins og okkur. Þetta skrifaði móðir eins nemenda í skólanum í bloggið sitt.

Hætti núna, meira seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home