Sigríður Kristín Óladóttir

14.1.05

Hei Mambó, Mambó Ítalíanó...

Nú er orðið tómlegt í kotinu, Helga, Nína, Óli, Hlynur og Þóra eru farin eftir jólafríið.
Jæja þá er enn eitt djammið framundan, ítalskt boð hjá Dómhildi á morgun. Undirbúningur er hafinn, við ætlum sem sagt að gera eitthvað skólasysturnar. Undirbúningurinn hófst reyndar þegar við Þórður skruppum í kvöldkaffi eða réttar sagt í rauðvín og osta á miðvikudagskvöldið í Mosfellsdalinn til heiðurshjónanna Gunnu og Vals stórfrænda míns. Þetta var skemmtilegur skreppitúr og Halla skellti sér líka í dalinn nærri því á náttkjólnum, úps.

Lífið gengur sinn vanagang, byrjað er að æfa fyrir bikarmótið í línudönsum. Ég æfi með hópnum sem varamanneskja, ekki veitir mér af hreyfingunni eftir jólasukkið. Það er óskastaðan að vera í klappliðinu.

Varðandi Reynigrundina, þá er staðan sú að að riftun á kaupsamningi verður tekin fyrir í Hérðasdómi Vesturlands núna 18. janúar, svo er líklega að ganga í uppgjörið sem vonandi verður hægt að gera með sátt og samkomulagi til þess að ég þurfi ekki að höfða annað mál. En hvað um það, það er alveg andstyggilegt að þurfa að standa í þessu. Ég fékk bréf frá sýslumanni um að byrjun uppboðs á eigninni verður 2. mars n.k. Ég er auðvitað skráður eigandi og þegar auglýsingin kemur í dagblöðum þann 23.febrúar, þá hefur fólk eitthvað meira að tala um í sambandi við þetta mál allt saman. Núna er til dæmis talað um að ég standi ekki í skilum vegna Jörundarholtsins sem er auðvitað tóm þvæla og vitleysa (það vita ekki allir um hitt þið vitið). Það er samt skiljanlegt að fólk leggi saman tvo og tvo og fái út fimm, þegar fréttst hefur um hvernig til tókst með söluna á Reynigrundinni.

En ég held nú samt mínu striki, er frísk, glöð og ánægð og er sæmilega bjartsýn á að þetta endi ekki með ósköpum, kanski tapa ég einhverjum peningum en hvað segir maður, win some, lose som. Lífið er lotterí og er Lífið ekki dásamlegt?

Ætla að skreppa til mömmu og klára svo að taka niður restina af jólaskrautinu, dúkum og smáhlutum sem gleymdust eða ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home