Sigríður Kristín Óladóttir

20.12.04

Geðvonda gengilbeinan á Barbró!!!

Við skelltum okkur nokkur saman á jólahlaðborð á laugardagskvöldi á Barbró og gaman hefði verið að skrifa um hvað maturinn var góður, en nei, það ætla ég ekki að gera vegna þess að það er ekki efst í huga mínum eftir þessa átveislu.

Það sem er minnisstæðara er að ekki þarf nú mikið á þeim veitingastað til þess að starfsstúlka sýni fádæma ókurteisi. Mér varð á að biðja kurteislega um rauðvínsglas til að drekka rauðvínið úr. Við Hrönn keyptum okkur rauðvínsflösku saman, ekki vín hússins sem Óli var búin að vara okkur við, heldur vín sem kostaði tæpar 4 þúsund krónur. En glösin sem þau báru fyrir okkur voru svipuð að stærð og sherryglas, ég segi það satt. Þeim tókst samt að finna eitt, takið eftir EITT, aðeins stærra glas sem þau kölluðu rauðvínsglas og stúlkan ókurteisa kom til mín þar sem ég var í röðinni að fá mér mat á diskinn og sagði frekjulega: Ég setti rauðvínsglas hjá þér frú Sigríður (ég man ekki hvort hún sagði frú Sigríður en auðvitað hefði hún átt að gera það).
Stuttu seinna kom hún að borðinu með eins glas og upphaflega voru sett á borðið og bar það við glasið hennar Hrannar og hreytti út úr sér, nei þetta er jafnstórt, við eigum ekki fleiri rauðvínsglös!! Hún hefði betur sleppt því að koma og hreyta þessu út úr sér. Kanski hefur farið í taugarnar á þeim að borðið var skráð á frú Sigríði (þekkja mig ekki!!) og líka að Óli kom til að vara við rauðvíni hússins og gaf okkur að smakka það.

Þegar kokkarnir skáru kjötið á heita borðinu, sagði ég við þá: Það hefði verið gott að merkja réttina á kalda borðinu. Ég hafði vaðið fyrir neðan mig og það liggur við að ég hafi hvíslað þessu að þeim, svo lágt talaði ég. Þetta fréttist til geðvondu gengilbeinunnar og þegar ég sagði henni mitt álit á henni og ókurteisi hennar sagði hún við mig. Þú ert búin að vera að kvarta í allt kvöld, hafið þið vitað það betra?

Við Þórður fórum í göngutúr seinnipartinn í gær, hann stakk að sjálfsögðu upp á að við kæmum við á Barbró og fengjum okkur kaffisopa. Ég var snögg að segja, nei eigum við ekki heldur að fá okkur rauðvínsglas?


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home