Sigríður Kristín Óladóttir

9.12.04

Heimboð til Höllu og Palla

Krakkar mínir, Halla hringdi í mig í fyrradag og bíður okkur öllum heim á Þorláksmessu á milli klukkan 18:00 og 21:00. Mér líst ferlega vel á þetta, ég hef aldrei farið til Reykjavíkur á Þorláksmessu og er því alveg til í að prófa það. Það verður gaman að sjá nýja heimilið þeirra, en Halla og Palli giftu sig 27.nóvember s.l. Þau fluttu u.þ.b. viku áður í húsið sem þau keyptu í Hátúninu. Halla bauð Þórði líka og sagði mér að hún skorar á hann að koma, en þau eru jafnaldrar. Auðvitað tók Þórður áskoruninni ef veður verður í lagi.

Í fyrra vorum við í Berlín á Þorláksmessu munið þið? Það var alveg meiriháttar, verandi í skoðunarferð um borgina og á skemmtilegum útimarkaði drekkandi glögg eða Gluhwein umm....

Siggi á móti kom í gær og reddaði nýjum kristal í forhitarann og tók öll blöndunartækin og hreinsaði þau. Það kom alveg svakalega mikið ryðdrasl úr þessu, en krafturinn á sturtunni er þvílíkur að Atli er allur marinn og blár af því að hann notar stóra draslið (sturtuhausinn)í sturtunni.

Gullkorn vikunnar:
Afi, mér finnst Jesús leiðinlegur.
Þetta sagði frænka okkar við afa sinn um daginn. Þetta var Bergþóra hennar Ernu sem var að læra bænirnar eða fara með þær hjá Guðmundi Þorgríms. og hafði greinilega lítinn áhuga á þessum lærdómi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home